Enginn uppgjöf hjá Webber 18. apríl 2011 14:42 Mark Webber á Sjanghæ brautinni í Kína. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Óhætt er að segja að Mark Webber hafi sýnt framúrskarandi hæfileika í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ í gær. Hann var átjándi á ráslínu, en vann sig upp í þriðja sæti, á eftir þeim Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Webber ók hvern keppinautinn upp á fætur öðrum í mótinu og sýndi að hann ætlar ekki að gefa eftir í stigamótinu, þó liðsfélagi hans Vettel hafi unnið tvö fyrstu mót ársins. Webber gekk ekki vel í tímatökunni á laugardaginn, komst ekki upp úr fyrstu umferð af þremur og hafði því verk að vinna í mótinu á sunnudag. Webber hóf keppnina á sunnudag á hörðum dekkjum frá Pirelli, en nýtti svo mýkri útgáfu dekkja og tók þrjú þjónustuhlé í mótinu, Vettel notaði tvö, en sigurvegarinn Hamilton þrjú. „Þegar maður sér P17 (sautjánda sæti) á skiltinu eftir 15 hringi, þá hefur maður ekki mikla trú. En skyndilega leið mér vel með bílinn. Ég átti dekk afgangs frá tímatökunni, sem hjálpaði til. Kannski er þetta leiðin. Missa af tímatökunni og spila á stöðuna miðað við það", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull eftir keppnina. „En grínlaust, þá unnu strákarnir frábæra vinnu. Það voru tvö mót í röð og okkur hefur ekki gengið sem best með bílinn, en ég hef ekki gefist upp. Aksturinn í dag var fyrir strákanna og alla í bækistöðinni. Hamingjuóskir til Lewis og dagurinn var góður fyrir okkur hvað stig til liðsins varðar", sagði Webber. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Jenson Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24. Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Óhætt er að segja að Mark Webber hafi sýnt framúrskarandi hæfileika í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ í gær. Hann var átjándi á ráslínu, en vann sig upp í þriðja sæti, á eftir þeim Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Webber ók hvern keppinautinn upp á fætur öðrum í mótinu og sýndi að hann ætlar ekki að gefa eftir í stigamótinu, þó liðsfélagi hans Vettel hafi unnið tvö fyrstu mót ársins. Webber gekk ekki vel í tímatökunni á laugardaginn, komst ekki upp úr fyrstu umferð af þremur og hafði því verk að vinna í mótinu á sunnudag. Webber hóf keppnina á sunnudag á hörðum dekkjum frá Pirelli, en nýtti svo mýkri útgáfu dekkja og tók þrjú þjónustuhlé í mótinu, Vettel notaði tvö, en sigurvegarinn Hamilton þrjú. „Þegar maður sér P17 (sautjánda sæti) á skiltinu eftir 15 hringi, þá hefur maður ekki mikla trú. En skyndilega leið mér vel með bílinn. Ég átti dekk afgangs frá tímatökunni, sem hjálpaði til. Kannski er þetta leiðin. Missa af tímatökunni og spila á stöðuna miðað við það", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull eftir keppnina. „En grínlaust, þá unnu strákarnir frábæra vinnu. Það voru tvö mót í röð og okkur hefur ekki gengið sem best með bílinn, en ég hef ekki gefist upp. Aksturinn í dag var fyrir strákanna og alla í bækistöðinni. Hamingjuóskir til Lewis og dagurinn var góður fyrir okkur hvað stig til liðsins varðar", sagði Webber. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Jenson Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira