Umfjöllun: HK tryggði sér oddaleik gegn Akureyri Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 16. apríl 2011 18:22 Ólafur Bjarki átti frábæran leik fyrir HK. Mynd/Stefán HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en heimamenn í HK voru samt sem áður alltaf skrefinu á undan. Akureyringar áttu erfitt með að stöðva sóknaraðgerðir HK-inga og því náðu þeir sjaldan að keyra í bakið á HK, en hraður leikur er einkennismerki Akureyrar. Það var greinilegt á leik HK-inga að dagsskipunin var skynsamur sóknarleikur og leikmenn liðsins leituðu oftast uppi besta færið. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir HK og allt gat gerst. Heimamenn voru gríðarlega ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram sínum leik. Akureyringar fóru að pirra sig mikið á gegni liðsins þegar leið á og það bitnaði verulega á spilamennsku liðsins. Það er skemmst frá því að segja að HK-ingar gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Akureyringa í seinni hálfleiknum og náðu mest 10 marka forystu 29-19. Það gekk ekkert upp hjá Akureyri og það var eins og þeim liði illa einum fleiri í leiknum, en HK-ingar léku oft á tíðum einstaklega vel einum færri. Lykilmenn í liði Akureyringa brugðust heldur betur í dag, en Oddur Grétarson, leikmaður Akureyrar, var nokkuð sprækur í leiknum og skoraði 7 mörk en aðrir leikmenn þurfa heldur betur að hugsa sinn gang fyrir oddaleikinn á mánudaginn. HK stóð vel í Akureyri í fyrsta leik liðanna og sýndu það greinilega í dag að þeir eru til alls líklegir. Oddaleikurinn í Höllinni á Akureyri verður án efa spennandi leikur og erfitt að spá um það hvaða lið fari í úrslitaeinvígið. HK - Akureyri 31-23 (15-13)Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 7/11, Bjarki Már Elísson 4/4, Atli Ævar Ingólfsson 4/5, Daníel Berg Grétarsson 4/8, Atli Karl Backmann 3/4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3/4, Léo Snær Pétursson 3/3, Bjarki Már Gunnarsson 1/1, Ármann Davíð Sigurðsson 1/1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1/1.Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (23, 44%)Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 7/11, Bjarni Fritzson 4/8, Guðmundur Hólmar Helgason 4/10, Heimir Örn Árnason 4/9, Daníel Einarsson 4/5.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (25, 29%), Stefán Guðnason 0 (6) Olís-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en heimamenn í HK voru samt sem áður alltaf skrefinu á undan. Akureyringar áttu erfitt með að stöðva sóknaraðgerðir HK-inga og því náðu þeir sjaldan að keyra í bakið á HK, en hraður leikur er einkennismerki Akureyrar. Það var greinilegt á leik HK-inga að dagsskipunin var skynsamur sóknarleikur og leikmenn liðsins leituðu oftast uppi besta færið. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir HK og allt gat gerst. Heimamenn voru gríðarlega ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram sínum leik. Akureyringar fóru að pirra sig mikið á gegni liðsins þegar leið á og það bitnaði verulega á spilamennsku liðsins. Það er skemmst frá því að segja að HK-ingar gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Akureyringa í seinni hálfleiknum og náðu mest 10 marka forystu 29-19. Það gekk ekkert upp hjá Akureyri og það var eins og þeim liði illa einum fleiri í leiknum, en HK-ingar léku oft á tíðum einstaklega vel einum færri. Lykilmenn í liði Akureyringa brugðust heldur betur í dag, en Oddur Grétarson, leikmaður Akureyrar, var nokkuð sprækur í leiknum og skoraði 7 mörk en aðrir leikmenn þurfa heldur betur að hugsa sinn gang fyrir oddaleikinn á mánudaginn. HK stóð vel í Akureyri í fyrsta leik liðanna og sýndu það greinilega í dag að þeir eru til alls líklegir. Oddaleikurinn í Höllinni á Akureyri verður án efa spennandi leikur og erfitt að spá um það hvaða lið fari í úrslitaeinvígið. HK - Akureyri 31-23 (15-13)Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 7/11, Bjarki Már Elísson 4/4, Atli Ævar Ingólfsson 4/5, Daníel Berg Grétarsson 4/8, Atli Karl Backmann 3/4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3/4, Léo Snær Pétursson 3/3, Bjarki Már Gunnarsson 1/1, Ármann Davíð Sigurðsson 1/1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1/1.Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (23, 44%)Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 7/11, Bjarni Fritzson 4/8, Guðmundur Hólmar Helgason 4/10, Heimir Örn Árnason 4/9, Daníel Einarsson 4/5.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (25, 29%), Stefán Guðnason 0 (6)
Olís-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira