Vettel: Lánsamir að vera fremstir 14. apríl 2011 14:41 Vettel meðal kínverskra áhugamanna um Formúlu 1 í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel telur að mótshelgin í Sjanghæ í Kína verði erfið og veðrið geti haft áhrif á möguleika ökumanna. Vettel var á fréttamannafundi á Sjanghæ brautinni i dag, en hann er með 24 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir tvö fyrstu mótin. Fyrstu æfingar keppnisliða eru í nótt og verður sýnd samantekt frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.00 annað kvöld, en þriðja æfing og tímataka er á aðfaranótt laugardags, en kappaksturinn á aðfaranótt sunnudags. Þessir viðburðir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Líklegt er að dekkjamál hafi áhrif á getu keppenda, auk veðursins sem Vettel minntist á að gæti verið áhrifavaldur. "Við munum finna út úr því á æfingum hvernig dekkin virka, en svipaðar aðstæður og í Malasíu gætu verið upp á teningnum. Þetta er annars konar braut og það er kaldara í veðri, minni raki, en dekkin verða mikilvægur þáttur", sagði Vettel í dag. Hann sagði einni að fjöldi þjónustuhléa myndi skipta máli á sunnudag, þegar keppni fer fram. Hann telur Ferrari, McLaren og Mercedes keppinauta Red Bull um helgina. "Það eru bara tvö mót búinn á árinu og við höfum verið lánsamir að vera fremstir. McLaren hafa verið með öflugan bíl. Ferrari menn voru fljótir á vetraræfingum og líka Mercedes, sérstaklega í lokin. Það eru bara tvö mót búinn og hlutirnir eru fljótir að breytast eins og við sáum í fyrra. "Sumar brautir henta okkar bíl betur en aðrar, ef að líkum lætur. Við sjáum hvað setur. Við einbeitum okkur að því sem við erum að gera og gerum okkar besta. Vonandi verðum við meðal þeirra fremstu á ný", sagði Vettel.Sjá brautarlýsingu og dagskrá útsendinga Formúla Íþróttir Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel telur að mótshelgin í Sjanghæ í Kína verði erfið og veðrið geti haft áhrif á möguleika ökumanna. Vettel var á fréttamannafundi á Sjanghæ brautinni i dag, en hann er með 24 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir tvö fyrstu mótin. Fyrstu æfingar keppnisliða eru í nótt og verður sýnd samantekt frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.00 annað kvöld, en þriðja æfing og tímataka er á aðfaranótt laugardags, en kappaksturinn á aðfaranótt sunnudags. Þessir viðburðir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Líklegt er að dekkjamál hafi áhrif á getu keppenda, auk veðursins sem Vettel minntist á að gæti verið áhrifavaldur. "Við munum finna út úr því á æfingum hvernig dekkin virka, en svipaðar aðstæður og í Malasíu gætu verið upp á teningnum. Þetta er annars konar braut og það er kaldara í veðri, minni raki, en dekkin verða mikilvægur þáttur", sagði Vettel í dag. Hann sagði einni að fjöldi þjónustuhléa myndi skipta máli á sunnudag, þegar keppni fer fram. Hann telur Ferrari, McLaren og Mercedes keppinauta Red Bull um helgina. "Það eru bara tvö mót búinn á árinu og við höfum verið lánsamir að vera fremstir. McLaren hafa verið með öflugan bíl. Ferrari menn voru fljótir á vetraræfingum og líka Mercedes, sérstaklega í lokin. Það eru bara tvö mót búinn og hlutirnir eru fljótir að breytast eins og við sáum í fyrra. "Sumar brautir henta okkar bíl betur en aðrar, ef að líkum lætur. Við sjáum hvað setur. Við einbeitum okkur að því sem við erum að gera og gerum okkar besta. Vonandi verðum við meðal þeirra fremstu á ný", sagði Vettel.Sjá brautarlýsingu og dagskrá útsendinga
Formúla Íþróttir Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti