Rosberg: Erfið byrjun á tímabilinu 13. apríl 2011 09:32 Nico Rosberg hjá Mercedes. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Nico Rosberg og Michael Schumacher mæta á Sjanghæ Formúlu 1 brautina í Kína um helgina og keppa í þriðja Formúlu 1 móti ársins. Rosberg varð í þriðja sæti í mótinu í Sjanghæ í fyrra. „Brautin í Sjanghæ er skemmtilegt viðfangsefni og ég á góðar minningar frá því í mótinu í fyrra, þar sem ég var í þriðja sæti á verðlaunapallinum", sagði Rosberg um mótið á sunnudaginn í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Byrjunin á tímabilinu í ár hefur verið erfið, en ég hlakka til að snúa gangi mála okkur í hag um helgina. Ég kann vel við að aka brautina og hefur verið fljótur á henni. Við hefðum getað náð ofar í tímatökum í Malasíu, þannig að ég veit að það býr meira í bílnum, þegar allt virkar sem skyldi. Við vinnum hörðum höndum að því að láta það gerast." Schumacher varð aðeins ellefti á ráslínu í Malasíu og hefur ekki gengið vel í tímatökum á árinu og hefur ekki komist í stigasæti í keppni, né heldur Rosberg. „Ég hlakka til mótsins í Sjanghæ og verkefnisins. Við höfum smá tíma til undirbúnings eftir mótið um síðustu helgi. Við erum að læra og mætum með opnum hug til leiks í næsta mót. Erum með metnað til að gera betur en í fyrstu mótunum. Aðdáendur okkar í Kína eru áhugasamir og veita stuðning og við munum gera okkar besta til að sýna okkar besta", sagði Schumacher. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nico Rosberg og Michael Schumacher mæta á Sjanghæ Formúlu 1 brautina í Kína um helgina og keppa í þriðja Formúlu 1 móti ársins. Rosberg varð í þriðja sæti í mótinu í Sjanghæ í fyrra. „Brautin í Sjanghæ er skemmtilegt viðfangsefni og ég á góðar minningar frá því í mótinu í fyrra, þar sem ég var í þriðja sæti á verðlaunapallinum", sagði Rosberg um mótið á sunnudaginn í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Byrjunin á tímabilinu í ár hefur verið erfið, en ég hlakka til að snúa gangi mála okkur í hag um helgina. Ég kann vel við að aka brautina og hefur verið fljótur á henni. Við hefðum getað náð ofar í tímatökum í Malasíu, þannig að ég veit að það býr meira í bílnum, þegar allt virkar sem skyldi. Við vinnum hörðum höndum að því að láta það gerast." Schumacher varð aðeins ellefti á ráslínu í Malasíu og hefur ekki gengið vel í tímatökum á árinu og hefur ekki komist í stigasæti í keppni, né heldur Rosberg. „Ég hlakka til mótsins í Sjanghæ og verkefnisins. Við höfum smá tíma til undirbúnings eftir mótið um síðustu helgi. Við erum að læra og mætum með opnum hug til leiks í næsta mót. Erum með metnað til að gera betur en í fyrstu mótunum. Aðdáendur okkar í Kína eru áhugasamir og veita stuðning og við munum gera okkar besta til að sýna okkar besta", sagði Schumacher.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira