Hamilton tapaði 2 stigum vegna refsingar 11. apríl 2011 10:09 Lewis Hamilton á Sepang brautinni. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Úrslitin í Formúlu 1 mótinu í Sepang brautinni í Malasíu í gær breyttust eftir að keppni lauk í gær, þar sem Lewis Hamilton og Fernando Alonso var refsað af dómurum mótsins eftir keppni. Tuttugu sekúndum var bætt við tíma þeirra og Hamilton féll niður um sæti vegna þess. Úr sjöunda í áttunda. Báðir voru taldir hafa brotið af sér í viðureign þeirra um þriðja sætið í gær. Hamilton var talinn hafa sveigt of oft í veg fyrir Alonso þegar þeir áttust við í einum hring og Alonso var svo refsað fyrir að keyra á Hamilton hring síðar þegar hann reyndi framúrakstur. Báðir gátu haldið áfram keppni, en skipta þurfti um framvæng hjá Alonso eftir samstuðið. „Ég vissi að ég myndi frá refsingu. Ég er ekki hissa. Ég var hjá dómurunum og vænti þessa. Ég geri alltaf ráð fyrir því versta. Ég tapaði bara sæti og mér líður ekkert verr en ella eftir atburði helgarinnar", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hann kvaðst ekki ætla að rífast yfir dómnum eða vera ósammála. „Frá minni hlið séð, þá má ekki sveigja oftar en einu sinni. Tel ég það hættulegt? Nei, en svona er reglan. Tuttugu sekúndur eru ekki svo slæm refsing. Hvað Fernando varðar, hann ók á mig og fékk 20 sekúndna refingu, en það hafði engin áhrif. Það kemur ekki út sem refsing, en svona er kappakstur", sagði Hamilton. Alonso tapaði ekki sæti á sinni refsingu. „Þetta breytti ekki stöðunni og því engin dramatík. Ég náði sjötta sæti eftir sem áður og þetta var kappaksturs atvik. Ég reyndi framúrakstur, við snertumst og því miður brotnaði framvængur hjá mér og ég þurfti að taka þjónustuhlé. Ég mun reyna aftur í næsta móti", sagði Alonso um málið. Aðspurður um hvor þeirra væri í sök vegna árekstursins sagði Alonso: „Þetta gerist bara. Maður reynir að keppa og við snertumst. Dómarar kölluðu okkur á sinn fund og þetta er niðurstaðan. Við ákveðum ekki þessa hluti og höfum ekkert að segja um niðurstöðuna. Við reynum að keppa og njóta okkar í bílunum og vonandi ljúkum við báðir keppni næst án vandamála", sagði Alonso. Staðan í stigakeppni ökumanna eftir úrskurð dómara breyttist þannig að Hamilton tapaði 2 stigum. Sebastian Vettel er sem fyrr með 50 stig, Jenson Button 26, Hamilton 22 og Mark Webber 22. Rétt lokastaða í keppninni á Sepang: 1. Vettel Red Bull-Renault 1:37:39.832 2. Button McLaren-Mercedes + 3.261 3. Heidfeld Renault + 25.075 4. Webber Red Bull-Renault + 26.384 5. Massa Ferrari + 36.958 6. Alonso Ferrari + 37.248 7. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:07.239 8. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.09.057 9. Schumacher Mercedes + 1:24.896 10. Di Resta Force India-Mercedes + 1:31.563 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Úrslitin í Formúlu 1 mótinu í Sepang brautinni í Malasíu í gær breyttust eftir að keppni lauk í gær, þar sem Lewis Hamilton og Fernando Alonso var refsað af dómurum mótsins eftir keppni. Tuttugu sekúndum var bætt við tíma þeirra og Hamilton féll niður um sæti vegna þess. Úr sjöunda í áttunda. Báðir voru taldir hafa brotið af sér í viðureign þeirra um þriðja sætið í gær. Hamilton var talinn hafa sveigt of oft í veg fyrir Alonso þegar þeir áttust við í einum hring og Alonso var svo refsað fyrir að keyra á Hamilton hring síðar þegar hann reyndi framúrakstur. Báðir gátu haldið áfram keppni, en skipta þurfti um framvæng hjá Alonso eftir samstuðið. „Ég vissi að ég myndi frá refsingu. Ég er ekki hissa. Ég var hjá dómurunum og vænti þessa. Ég geri alltaf ráð fyrir því versta. Ég tapaði bara sæti og mér líður ekkert verr en ella eftir atburði helgarinnar", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hann kvaðst ekki ætla að rífast yfir dómnum eða vera ósammála. „Frá minni hlið séð, þá má ekki sveigja oftar en einu sinni. Tel ég það hættulegt? Nei, en svona er reglan. Tuttugu sekúndur eru ekki svo slæm refsing. Hvað Fernando varðar, hann ók á mig og fékk 20 sekúndna refingu, en það hafði engin áhrif. Það kemur ekki út sem refsing, en svona er kappakstur", sagði Hamilton. Alonso tapaði ekki sæti á sinni refsingu. „Þetta breytti ekki stöðunni og því engin dramatík. Ég náði sjötta sæti eftir sem áður og þetta var kappaksturs atvik. Ég reyndi framúrakstur, við snertumst og því miður brotnaði framvængur hjá mér og ég þurfti að taka þjónustuhlé. Ég mun reyna aftur í næsta móti", sagði Alonso um málið. Aðspurður um hvor þeirra væri í sök vegna árekstursins sagði Alonso: „Þetta gerist bara. Maður reynir að keppa og við snertumst. Dómarar kölluðu okkur á sinn fund og þetta er niðurstaðan. Við ákveðum ekki þessa hluti og höfum ekkert að segja um niðurstöðuna. Við reynum að keppa og njóta okkar í bílunum og vonandi ljúkum við báðir keppni næst án vandamála", sagði Alonso. Staðan í stigakeppni ökumanna eftir úrskurð dómara breyttist þannig að Hamilton tapaði 2 stigum. Sebastian Vettel er sem fyrr með 50 stig, Jenson Button 26, Hamilton 22 og Mark Webber 22. Rétt lokastaða í keppninni á Sepang: 1. Vettel Red Bull-Renault 1:37:39.832 2. Button McLaren-Mercedes + 3.261 3. Heidfeld Renault + 25.075 4. Webber Red Bull-Renault + 26.384 5. Massa Ferrari + 36.958 6. Alonso Ferrari + 37.248 7. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:07.239 8. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.09.057 9. Schumacher Mercedes + 1:24.896 10. Di Resta Force India-Mercedes + 1:31.563
Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira