Umfjöllun: Akureyringar komnir út í horn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaplakrika skrifar 29. apríl 2011 21:45 Mynd/Vilhelm FH er í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á heimavelli í kvöld, 28-26. Staðan er því 2-0, FH-ingum í vil. Akureyri er ríkjandi deildarmeistari og áttu sjálfsagt fáir von á því að FH myndi eiga von á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn strax í þriðju viðureigninni. Sú er engu að síður staðan. FH gaf tóninn snemma leiks með góðum varnarleik og marvörslu og komst yfir, 7-3, eftir tíu mínútna leik. En þá hrukku Akureyringar í gang og svöruðu með fimm mörkum í röð. Sveinbjörn Pétursson fór að verja vel í markinu og þá virtist sem svo að þeir ætluðu að taka völdin í leiknum og stinga af. Þá tóku FH-ingar við sér, jöfnuðu metin og komust yfir. Þannig gekk þetta á víxl allan leikinn þar til um fimm mínútur voru eftir. Þá jöfnuðu Akureyringar í síðasta sinn og FH komst tveimur mörkum yfir. Gestirnir að norðan fengu reyndar möguleika til að jafna aftur metin á lokasekúndunum. Þá fékk Heimir Örn Árnason galopið dauðafæri á línunni en skaut fram hjá. FH hélt í lokasóknina og skoraði úr henni, rétt áður en leiktíminn rann út. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti stórleik í kvöld sem og leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson. Þó voru lykilmenn í báðum liðum sem áttu lengst af erfitt uppdráttar og munar um minna, sérstaklega fyrir Akureyringa. Oddur Gretarsson lét þó ekki sitt eftir liggja í kvöld og dró vagninn fyrir gestina. Hann skoraði alls tólf mörk, þar af átta í síðari hálfleik og var frammistaða hans helsta ástæðan fyrir því að FH-ingar náðu aldrei að klára leikinn fyrr en í blálokin. Sveinbjörn Pétursson markvörður sýndi einnig fína takta í markinu en fleiri í liði Akureyrar þurfa að stíga upp þegar mest á reynir. Akureyringar hafa þó margoft sýnt áður að þeir gefast ekki svo auðveldlega upp og munu sjálfsagt leggja allt í sölurnar á heimavelli á sunnudaginn. FH-ingar eru þó í lykilstöðu í þessari baráttu og ljóst að mikið þurfi til að breyta því. Leikurinn í kvöld fær ekki háa einkunn fyrir fallegan handbolta eða sterkan varnarleik. En skemmtilegur var hann og spennandi sem skiptir oft meira máli í úrslitakeppninni. FH - Akureyri 28 - 26 (15 - 14)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/2 (10/2), Baldvin Þorsteinsson 6 (8), Ólafur A. Guðmundsson 6 (11), Ólafur Gústafsson 3 (5), Halldór Guðjónsson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkason 1 (5), Ari M. Þorgeirsson (2).Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 21/1 (47/3, 45%).Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 5).Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi 1, Ari M. 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/2 (14/2), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Bjarni Fritzson 4 (10/1), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson (1), Hörður Fannar Sigþórsson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (42/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 2, Oddur 2, Hreinn Þór 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1).Fiskuð víti: 3 (Hörður Fannar 2, Heimir Örn 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
FH er í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á heimavelli í kvöld, 28-26. Staðan er því 2-0, FH-ingum í vil. Akureyri er ríkjandi deildarmeistari og áttu sjálfsagt fáir von á því að FH myndi eiga von á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn strax í þriðju viðureigninni. Sú er engu að síður staðan. FH gaf tóninn snemma leiks með góðum varnarleik og marvörslu og komst yfir, 7-3, eftir tíu mínútna leik. En þá hrukku Akureyringar í gang og svöruðu með fimm mörkum í röð. Sveinbjörn Pétursson fór að verja vel í markinu og þá virtist sem svo að þeir ætluðu að taka völdin í leiknum og stinga af. Þá tóku FH-ingar við sér, jöfnuðu metin og komust yfir. Þannig gekk þetta á víxl allan leikinn þar til um fimm mínútur voru eftir. Þá jöfnuðu Akureyringar í síðasta sinn og FH komst tveimur mörkum yfir. Gestirnir að norðan fengu reyndar möguleika til að jafna aftur metin á lokasekúndunum. Þá fékk Heimir Örn Árnason galopið dauðafæri á línunni en skaut fram hjá. FH hélt í lokasóknina og skoraði úr henni, rétt áður en leiktíminn rann út. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti stórleik í kvöld sem og leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson. Þó voru lykilmenn í báðum liðum sem áttu lengst af erfitt uppdráttar og munar um minna, sérstaklega fyrir Akureyringa. Oddur Gretarsson lét þó ekki sitt eftir liggja í kvöld og dró vagninn fyrir gestina. Hann skoraði alls tólf mörk, þar af átta í síðari hálfleik og var frammistaða hans helsta ástæðan fyrir því að FH-ingar náðu aldrei að klára leikinn fyrr en í blálokin. Sveinbjörn Pétursson markvörður sýndi einnig fína takta í markinu en fleiri í liði Akureyrar þurfa að stíga upp þegar mest á reynir. Akureyringar hafa þó margoft sýnt áður að þeir gefast ekki svo auðveldlega upp og munu sjálfsagt leggja allt í sölurnar á heimavelli á sunnudaginn. FH-ingar eru þó í lykilstöðu í þessari baráttu og ljóst að mikið þurfi til að breyta því. Leikurinn í kvöld fær ekki háa einkunn fyrir fallegan handbolta eða sterkan varnarleik. En skemmtilegur var hann og spennandi sem skiptir oft meira máli í úrslitakeppninni. FH - Akureyri 28 - 26 (15 - 14)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/2 (10/2), Baldvin Þorsteinsson 6 (8), Ólafur A. Guðmundsson 6 (11), Ólafur Gústafsson 3 (5), Halldór Guðjónsson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkason 1 (5), Ari M. Þorgeirsson (2).Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 21/1 (47/3, 45%).Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 5).Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi 1, Ari M. 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/2 (14/2), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Bjarni Fritzson 4 (10/1), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson (1), Hörður Fannar Sigþórsson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (42/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 2, Oddur 2, Hreinn Þór 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1).Fiskuð víti: 3 (Hörður Fannar 2, Heimir Örn 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira