Ólafi Guðmundssyni virtist létt eftir frábæran sigur FH á Akureyri í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. FH tryggði sér sigur á lokasekúndunni og hefur 1-0 forystu í einvíginu.
Ólafur segir að baráttan hafi verið í fyrirrúmi og hann skorar á Hafnfirðinga að fjölmenna á völlinn á föstudaginn.

