Endurskipulag bætti gengi Mercedes 26. apríl 2011 15:14 Nico Rosberg í fyrsta hring í Kína við hlið Sebastian Vettel, en Rosberg var fjórði á ráslínu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins. Nico Rosberg var fjórði á ráslínu í Kína og lauk keppni í fimmta sæti, en Michael Schumacher var fjórtandi á ráslínu og varð áttundi í kappakstrinum. Næsta mót er í Tyrklandi 6.-8. maí. „Ég get ekki lofað því að við náum sama árangri í Tyrklandi, en það sem er mikilvægast er að finna lykilinn að hraðanum, sem er til staðar", sagði Haug í frétt á autosport.com. Ross Brawn og helstu tæknimenn liðsins funduðu fyrir mótið og breyttu aðferðarfræðinni, sem hjálpaði til við að ná betri árangri í Kína, en í tveimur fyrstu mótunum, í Ástralíu og Malasíu. Aðspurður um hvernig honum finndist Mercedes hafa gengið í upphafi tímabilins sagði Haug: „Ég hefði verið ánægðari ef Kína hefði verið fyrsta mótið. En núna skiljum við bílinn betur. Ross settist niður með strákunum og tæknimönnum og við breyttum því hvernig við nálguðumst mótshelgina." Mercedes hefur verið í vandræðum með stillanlegan afturvænginn, en það stendur til bóta fyrir næsta mót. „Við vorum í vandræðum með hluta afturvængsins, en það hefur verið leyst í meginatriðum. Við erum með aðra útfærslu, sniðugt kerfi ef það virkar og það gerði það í Kína", sagði Haug. Lewis Hamilton hjá McLaren vann mótið í Kína á dögunum og hann vann einnig mótið í Tyrklandi í fyrra, sem er næsti vettvangur Formúlu 1 liða um aðra helgi. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins. Nico Rosberg var fjórði á ráslínu í Kína og lauk keppni í fimmta sæti, en Michael Schumacher var fjórtandi á ráslínu og varð áttundi í kappakstrinum. Næsta mót er í Tyrklandi 6.-8. maí. „Ég get ekki lofað því að við náum sama árangri í Tyrklandi, en það sem er mikilvægast er að finna lykilinn að hraðanum, sem er til staðar", sagði Haug í frétt á autosport.com. Ross Brawn og helstu tæknimenn liðsins funduðu fyrir mótið og breyttu aðferðarfræðinni, sem hjálpaði til við að ná betri árangri í Kína, en í tveimur fyrstu mótunum, í Ástralíu og Malasíu. Aðspurður um hvernig honum finndist Mercedes hafa gengið í upphafi tímabilins sagði Haug: „Ég hefði verið ánægðari ef Kína hefði verið fyrsta mótið. En núna skiljum við bílinn betur. Ross settist niður með strákunum og tæknimönnum og við breyttum því hvernig við nálguðumst mótshelgina." Mercedes hefur verið í vandræðum með stillanlegan afturvænginn, en það stendur til bóta fyrir næsta mót. „Við vorum í vandræðum með hluta afturvængsins, en það hefur verið leyst í meginatriðum. Við erum með aðra útfærslu, sniðugt kerfi ef það virkar og það gerði það í Kína", sagði Haug. Lewis Hamilton hjá McLaren vann mótið í Kína á dögunum og hann vann einnig mótið í Tyrklandi í fyrra, sem er næsti vettvangur Formúlu 1 liða um aðra helgi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira