NBA: Lakers og San Antonio jöfnuðu metin - Denver í vandræðum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. apríl 2011 09:00 Pau Gasol og félagar hans í LA Lakers hafa titil að verja í NBA deildinni. Hér tekur Spánverjinn frákast gegn New Orleans í gær. AP Meistaralið LA Lakers lagði New Orleans Hornets 87-78 í gær í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta og er staðan í einvíginu 1-1. Þrír leikir fóru fram í gær og náði San Antonio Spurs að jafna metin gegn Memphis Grizzlies með 93-87 sigri á heimavelli. Oklahoma er 2-0 yfir gegn Denver Nuggets eftir 106-89 sigur liðsins í gær.LA Lakers (2) – New Orleans (7) 87-78 Lakers hefur unnið 9 af síðustu 12 leikjum sínum í New Orleans og meistaraliðið er því með tölfræðina á bak við sig í þeim efnum en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit Vesturdeildar. Andrew Bynum skoraði 17 stig fyrir Lakers og tók 11 fráköst. Lamar Odom skoraði 16 og tók 7 fráköst, Ron Artes skoraði 15 en Kobe Bryant hefur oft leikið betur. Hann hitti aðeins 3 af alls 10 skotum sínum utan af velli og hann skoraði aðeins 11 stig sem er það næst lægsta hjá honum á tímabilinu. Trevor Ariza skoraði 22 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 20 og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant lék vörnina gegn Paul í þessum leik en Paul fór afar illa með Lakers í fyrsta leiknum. Þessi breyting gafst vel og Derek Fisher og Ron Artest leystu Bryant af í þessu hlutverki í leiknum. San Antonio (1) – Memphis (8) 93-87Manu Giniobili var áberandi í San Antonio liðinu gegn Memphsi í gær.APArgentínumaðurinn Manu Ginobili lék með San Antonio á ný þrátt fyrir að vera meiddur á hægri olnboga. Hann var mjög áberandi í 93-87 sigri San Antonio sem náði að jafna metin gegn Memphis sem „stal" sigrinum í fyrsta leiknum gegn liðinu sem var með bestan árangur í vetur í Vesturdeildinni. Memphis leikur næstu tvo leiki á heimavelli og er staðan jöfn 1-1. Ginobili tók 7 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal boltanum 4 sinnum á þeim 34 mínútum sem hann lék. Zach Randolph skoraði aðeins 11 stig fyrir Memphis og Marc Gasol skoraði 12. Samanlagt skoruðu þeir 49 stig í fyrsta leiknum og vörn San Antonio náði að loka betur á þá félaga undir körfunni en þeir gerðu í fyrsta leiknum. Oklahoma (4) – Denver (5) 106-89Russel Westbrook er lykilmaður i Oklahoma og hér skorar hann gegn Nene.APOklahoma City Thunder byrjaði með látum gegn Denver og náði 43-17 forskoti í fyrri hálfleik. Það bil náði Denver aldrei að brúa og Oklahoma sigraði 106-89 og er 2-0 yfir í einvíginu fyrir næstu tvo leiki sem fram fara í Denver. Kevin Durant og Russell Westbrook voru að venju atkvæðamestir í liði Oklahoma og skoruðu þeir samanlagt 44 stig en þeir skoruðu samanlagt 72 stig í fyrsta leiknum. Durant skoraði 23 og Westbrook skoraði 21. James Harden skoraði 18 stig og miðherjinn Serge Ibaka skoraði 12 og tók 12 fráköst. Oklahoma var með yfirburði í fráköstunum og tók liðið 53 fráköst samanlagt en Denver aðeins 31. Ty Laeson skoraði 20 stig fyrir Denver, Nene skoraði 16 íkt og Raymond Felton. NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Meistaralið LA Lakers lagði New Orleans Hornets 87-78 í gær í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta og er staðan í einvíginu 1-1. Þrír leikir fóru fram í gær og náði San Antonio Spurs að jafna metin gegn Memphis Grizzlies með 93-87 sigri á heimavelli. Oklahoma er 2-0 yfir gegn Denver Nuggets eftir 106-89 sigur liðsins í gær.LA Lakers (2) – New Orleans (7) 87-78 Lakers hefur unnið 9 af síðustu 12 leikjum sínum í New Orleans og meistaraliðið er því með tölfræðina á bak við sig í þeim efnum en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit Vesturdeildar. Andrew Bynum skoraði 17 stig fyrir Lakers og tók 11 fráköst. Lamar Odom skoraði 16 og tók 7 fráköst, Ron Artes skoraði 15 en Kobe Bryant hefur oft leikið betur. Hann hitti aðeins 3 af alls 10 skotum sínum utan af velli og hann skoraði aðeins 11 stig sem er það næst lægsta hjá honum á tímabilinu. Trevor Ariza skoraði 22 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 20 og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant lék vörnina gegn Paul í þessum leik en Paul fór afar illa með Lakers í fyrsta leiknum. Þessi breyting gafst vel og Derek Fisher og Ron Artest leystu Bryant af í þessu hlutverki í leiknum. San Antonio (1) – Memphis (8) 93-87Manu Giniobili var áberandi í San Antonio liðinu gegn Memphsi í gær.APArgentínumaðurinn Manu Ginobili lék með San Antonio á ný þrátt fyrir að vera meiddur á hægri olnboga. Hann var mjög áberandi í 93-87 sigri San Antonio sem náði að jafna metin gegn Memphis sem „stal" sigrinum í fyrsta leiknum gegn liðinu sem var með bestan árangur í vetur í Vesturdeildinni. Memphis leikur næstu tvo leiki á heimavelli og er staðan jöfn 1-1. Ginobili tók 7 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal boltanum 4 sinnum á þeim 34 mínútum sem hann lék. Zach Randolph skoraði aðeins 11 stig fyrir Memphis og Marc Gasol skoraði 12. Samanlagt skoruðu þeir 49 stig í fyrsta leiknum og vörn San Antonio náði að loka betur á þá félaga undir körfunni en þeir gerðu í fyrsta leiknum. Oklahoma (4) – Denver (5) 106-89Russel Westbrook er lykilmaður i Oklahoma og hér skorar hann gegn Nene.APOklahoma City Thunder byrjaði með látum gegn Denver og náði 43-17 forskoti í fyrri hálfleik. Það bil náði Denver aldrei að brúa og Oklahoma sigraði 106-89 og er 2-0 yfir í einvíginu fyrir næstu tvo leiki sem fram fara í Denver. Kevin Durant og Russell Westbrook voru að venju atkvæðamestir í liði Oklahoma og skoruðu þeir samanlagt 44 stig en þeir skoruðu samanlagt 72 stig í fyrsta leiknum. Durant skoraði 23 og Westbrook skoraði 21. James Harden skoraði 18 stig og miðherjinn Serge Ibaka skoraði 12 og tók 12 fráköst. Oklahoma var með yfirburði í fráköstunum og tók liðið 53 fráköst samanlagt en Denver aðeins 31. Ty Laeson skoraði 20 stig fyrir Denver, Nene skoraði 16 íkt og Raymond Felton.
NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira