LA Lakers (2) – New Orleans (7) 87-78
Lakers hefur unnið 9 af síðustu 12 leikjum sínum í New Orleans og meistaraliðið er því með tölfræðina á bak við sig í þeim efnum en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit Vesturdeildar.
Andrew Bynum skoraði 17 stig fyrir Lakers og tók 11 fráköst. Lamar Odom skoraði 16 og tók 7 fráköst, Ron Artes skoraði 15 en Kobe Bryant hefur oft leikið betur. Hann hitti aðeins 3 af alls 10 skotum sínum utan af velli og hann skoraði aðeins 11 stig sem er það næst lægsta hjá honum á tímabilinu.
Trevor Ariza skoraði 22 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 20 og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant lék vörnina gegn Paul í þessum leik en Paul fór afar illa með Lakers í fyrsta leiknum. Þessi breyting gafst vel og Derek Fisher og Ron Artest leystu Bryant af í þessu hlutverki í leiknum.
San Antonio (1) – Memphis (8) 93-87

Zach Randolph skoraði aðeins 11 stig fyrir Memphis og Marc Gasol skoraði 12. Samanlagt skoruðu þeir 49 stig í fyrsta leiknum og vörn San Antonio náði að loka betur á þá félaga undir körfunni en þeir gerðu í fyrsta leiknum.
Oklahoma (4) – Denver (5) 106-89

Durant skoraði 23 og Westbrook skoraði 21. James Harden skoraði 18 stig og miðherjinn Serge Ibaka skoraði 12 og tók 12 fráköst. Oklahoma var með yfirburði í fráköstunum og tók liðið 53 fráköst samanlagt en Denver aðeins 31. Ty Laeson skoraði 20 stig fyrir Denver, Nene skoraði 16 íkt og Raymond Felton.