Haug hjá Mercedes hrifinn af frammistöðu nýliðans Paul di Resta 20. apríl 2011 16:56 Skotinn Paul di Resta ekur með Force India. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi. Haug starfar m.a. með Mercedes Formúlu 1 liðinu á mótssvæðum í Formúlu 1, en Mercedes sér McLaren fyrir vélum í Formúlu 1, auk Force India. Það hefur vakið athygli að di Resta hefur verið fljótari en liðsfélaginn Adrian Sutil í tímatökum í öllum þremur mótum ársins og Skotinn var áttundi á ráslínu í mótinu í Kína um helgina. Aðspurður um árangur di Resta sagði Haug eftirfarandi í frétt á autosport.com. „Mér finnst árangurinn framúrskarandi og einstakur. Að ná áttunda sæti á ráslínu í þriðja mótinu, þar er mjög gott og mjög tilkomumikill", sagði Haug. „Við vissum alltaf að hann væri mjög góður og hæfileikaríkur náungi. Þegar hann kemst í rétta gírinn, eins og við sáum í DTM, þá er hann sérstakur", sagði Haug um di Resta til viðbótar. „Ég held að Formúla 1 henti honum vel. Liðsfélagi hans (Sutil) harður af sér, en hraðinn er til staðar og hann er að gera góða hluti. Við erum ánægðir að við hjálpuðum honum í minni mótaröðum", sagði Haug. Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi. Haug starfar m.a. með Mercedes Formúlu 1 liðinu á mótssvæðum í Formúlu 1, en Mercedes sér McLaren fyrir vélum í Formúlu 1, auk Force India. Það hefur vakið athygli að di Resta hefur verið fljótari en liðsfélaginn Adrian Sutil í tímatökum í öllum þremur mótum ársins og Skotinn var áttundi á ráslínu í mótinu í Kína um helgina. Aðspurður um árangur di Resta sagði Haug eftirfarandi í frétt á autosport.com. „Mér finnst árangurinn framúrskarandi og einstakur. Að ná áttunda sæti á ráslínu í þriðja mótinu, þar er mjög gott og mjög tilkomumikill", sagði Haug. „Við vissum alltaf að hann væri mjög góður og hæfileikaríkur náungi. Þegar hann kemst í rétta gírinn, eins og við sáum í DTM, þá er hann sérstakur", sagði Haug um di Resta til viðbótar. „Ég held að Formúla 1 henti honum vel. Liðsfélagi hans (Sutil) harður af sér, en hraðinn er til staðar og hann er að gera góða hluti. Við erum ánægðir að við hjálpuðum honum í minni mótaröðum", sagði Haug.
Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira