Sara Björk í viðtali hjá sænska útvarpinu - sló í gegn í framlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2011 15:30 Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Daníel Sara Björk Gunnarsdóttir sló í gegn í fyrsta heimaleiknum sínum með LdB FC Malmö þegar hún skoraði þrennu í 3-1 sigri á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Sara Björk sem er vön því að spila á miðjunni blómstraði þarna í stöðu framherja. Sara Björk var í útvarpsviðtali hjá sænska ríkisútvarpinu eftir leikinn og þar tók útvarpsmaðurinn það fram að hún væri aðeins búin að vera í þrjár vikur í Svíþjóð og því færi viðtalið fram á ensku. „Ég var smá stressuð fyrir leikinn því þetta var fyrsti heimaleikurinn minn en það er bara gott að vera smá stressuð fyrir leiki," sagði Sara Björk sem skoraði öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleiknum eftir að Hammarby hafði komist yfir í leiknum. „Við vorum óánægðar með fyrri hálfleikinn hjá okkur því við spiluðum ekki vel og sendingarnar voru ekki góðar. Það var gott hjá okkur að koma til baka í seinni hálfleik og skora þrjú mörk. Við fengum reyndar líka færi í fyrri hálfleik en þetta var góð endurkoma hjá okkur," sagði Sara, „Ég mér fannst annað markið mitt vera það fallegasta. Ég fékk þá góða sendingu frá Fridu og náði að hitta boltann vel," sagði Sara. „Ég veit ekki hvort ég verð markadrottning á þessu tímabili. Ég fæ að spila þessa stöðu og fékk tækifæri til þess að skora þessi mörk. Ég er viss um að ef Melis hefði spilað þessa stöðu þá hefði hún líka skorað úr þessum færum," sagði Sara en Manon Melis varð markadrottning deildarinnar á síðasta tímabili. „Ég átti góðan leik í dag og vonandi næ ég líka að spila vel í næsta leik. Ég hef ekki verið að spila sem framherji heldur sem miðjumaður en það var frábært að ná að skora þrjú mörk," sagði Sara í þessu viðtalið við Radiosporten. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir sló í gegn í fyrsta heimaleiknum sínum með LdB FC Malmö þegar hún skoraði þrennu í 3-1 sigri á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Sara Björk sem er vön því að spila á miðjunni blómstraði þarna í stöðu framherja. Sara Björk var í útvarpsviðtali hjá sænska ríkisútvarpinu eftir leikinn og þar tók útvarpsmaðurinn það fram að hún væri aðeins búin að vera í þrjár vikur í Svíþjóð og því færi viðtalið fram á ensku. „Ég var smá stressuð fyrir leikinn því þetta var fyrsti heimaleikurinn minn en það er bara gott að vera smá stressuð fyrir leiki," sagði Sara Björk sem skoraði öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleiknum eftir að Hammarby hafði komist yfir í leiknum. „Við vorum óánægðar með fyrri hálfleikinn hjá okkur því við spiluðum ekki vel og sendingarnar voru ekki góðar. Það var gott hjá okkur að koma til baka í seinni hálfleik og skora þrjú mörk. Við fengum reyndar líka færi í fyrri hálfleik en þetta var góð endurkoma hjá okkur," sagði Sara, „Ég mér fannst annað markið mitt vera það fallegasta. Ég fékk þá góða sendingu frá Fridu og náði að hitta boltann vel," sagði Sara. „Ég veit ekki hvort ég verð markadrottning á þessu tímabili. Ég fæ að spila þessa stöðu og fékk tækifæri til þess að skora þessi mörk. Ég er viss um að ef Melis hefði spilað þessa stöðu þá hefði hún líka skorað úr þessum færum," sagði Sara en Manon Melis varð markadrottning deildarinnar á síðasta tímabili. „Ég átti góðan leik í dag og vonandi næ ég líka að spila vel í næsta leik. Ég hef ekki verið að spila sem framherji heldur sem miðjumaður en það var frábært að ná að skora þrjú mörk," sagði Sara í þessu viðtalið við Radiosporten.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira