Bandaríski spjallþátturinn The View, fjallaði af krafti um brúðkaup aldarinnar í Bretlandi, en gamanleikkonan Sherri Shepherd spurði hinsvegar eldfimrar spurningar: Hvar eru eiginlega blökkumennirnir?
Þátturinn nýtur gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum en gestur þáttarins var meðal annars leikkonan Goldie Hawn. Þær fylgdust með brúðkaupinu og fjölluðu um það með sínum hætti.
Sherri sagðist hafa horft á brúðkaupið og hafi upplifað nokkurskonar Rósu Parks-augnablik, þegar hún fann eina svarta fólkið í brúðkaupinu, en það sat allt á sama stað, frekar framarlega í Westminster Abbey, þar sem brúðkaupið fór fram.
Konurnar gerðu einnig stólpagrín af kjól drottningarinnar og sögðu hana minna á býflugu sem ætti við drykkjuvandamál að stríða.
Hægt er að lesa umfjöllun The Daily Mail um málið hér.
Brúðkaup aldarinnar: Hvar voru blökkumennirnir?
