Gunnleifur Gunnleifsson hafði ekki mikið að gera í marki FH-inga í dag enda var varnarlína FH-inga virkilega sterk gegn Blikum í kvöld.
FH vann 4-1 sigur á Íslandsmeisturunum og Gunnleifur sagði sína menn hafa verið góða í kvöld.
„Ég er virkilega sáttur við varnarleikinn hjá FH, bæði í leiknum gegn Val í fyrstu umferðinni og svo í dag. Við fengum ekki mikið af færum gegn okkur, vorum yfirvegaðir og mun betra liðið í dag."
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gagnrýndi sína menn eftir tapið gegn Val í fyrstu umferðinni.
„Mér fannst við svara því í dag. Við mættum vel gíraðir til leiks og við sýndum að við ætlum að vera með í þessari baráttu af fullum krafti. Við þurftum að vinna þennan leik til þess."
Gunnleifur: Mun betra liðið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti







Einkunnir Íslands: Fátt að frétta
Fótbolti

Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti