Veigar Páll Gunnarsson tryggði Stabæk 4-3 útisigur á Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta dag þegar hann skoraði sigurmark Stabæk-liðsins sjö mínútum fyrir leikslok.
Veigar Páll var þá að skora sitt annað mark í leiknum en hann hefði komið Stabæk í 1-0 á fyrstu mínútu leiksins. Stabæk komst í 3-0 í leiknum en Haugesund náði að jafna leikinn í 3-3. Alexander Söderlund, fyrrum leikmaður FH, skoraði tvö af mörkum Haugesund í dag.
Veigar Páll og félagar eru nú í 3. sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex leiki. Veigar skoraði þarna í þriðja leiknum í röð og hefur skoraði fimm mörk í þessum fyrstu sex umferðum í ár.
Veigar Páll með tvö mörk í 4-3 útisigri hjá Stabæk
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti


Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti

