Þóra Björg Helgadóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar þeirra í LdB FC Malmö eru aftur komnar á toppinn í sænsku kvennadeildinni eftir 2-1 útisigur á Tyresö í toppslag í deildinni í dag.
Þetta var fjórði sigur Malmö-liðsins í röð en liðið er nú með þriggja stiga forskot á Kristianstad, Tyresö og Umeå.
Tyresö komst í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur en Malmö svaraði með tveimur mörkum fyrir hálfleik.
Þóra og Sara léku allan leikinn. Þóra varði 7 skot í markinu og Sara Björk spilaði í fremstu línu með Manon Melis sem skoraði fyrra mark Malmö. Sigurmarkið skoraði hinsvegar vinstri bakvörðurinn Linda Forsberg.
Fjórði sigurinn í röð hjá Þóru og Söru í Malmö
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
