Saksóknari telur líkur á sakfellingu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 7. maí 2011 18:53 Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. Ákæruskjalið sjálft er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran sjálf er tvær blaðsíður en henni munu fylgja talsvert af skjölum, tölvupóstum, skýrslum og gögn frá Rannsóknarnefnd Alþingis og fleira. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir málið hafa tekið talsverðan tíma en ákveðið var að höfða mál gegn Geir í september á síðasta ári. „Þetta hefur náttúrlega verið heilmikil vinna en síðan tafðist gagnaöflunin dálítið þegar við þurftum að leita til dómstóla," segir Sigríður. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur verður Geir stefnt fyrir Landsdóm og er búist við að málið verði þingfest í byrjun júní. Þá verður hægt að taka málið fyrir og gögnin lögð fram sem og ákæran. Um fimmtíu vitni verða kölluð til vegna málsins, þeirra á meðal margir þekktir einstaklingar. Verjandi Geirs mun einnig leggja fram vitnalista. Sigríður segir að ekki verði kölluð til erlend vitni á þessu stigi málsins. En verða réttarhöldin löng? „Fjörtíu fimtíu vitni og skýrsla af ákærða tekur náttúrlega sinn tíma og síðan er það málflutningurinn þannig að þetta tekur meiri tíma en hefðbundið sakamál, vika, tvær, þrjár, það er svolítið erfitt að segja til um það," segir Sigríður. En telur Sigríður líkur á að Geir verði sakfelldur? „Að segja til um líkur á sakfellingu er svolítið erfiðara í þessu máli en þeim málum sem ég á að venjast allavega, en svona miðað við það sem maður er búinn að afla gagna og fara yfir þá telur maður nú líkurnar ágætar að dómurinn komast að þeirri niðurstöðu en það er náttúrlega bara hans að meta og óeðlilegt í rauninni að ég sé að fjalla um það, en svona alls ekki fjarlægt að það sé hægt að sakfella fyrir eitthvað í þessu máli að mínu mati," segir Sigríður. Andri Árnason, verjandi Geirs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við að frávísunarkrafa verði lögð fram, en ákvörðunin verður tekin þegar öll gögn hafa litið dagsins ljós. Landsdómur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. Ákæruskjalið sjálft er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran sjálf er tvær blaðsíður en henni munu fylgja talsvert af skjölum, tölvupóstum, skýrslum og gögn frá Rannsóknarnefnd Alþingis og fleira. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir málið hafa tekið talsverðan tíma en ákveðið var að höfða mál gegn Geir í september á síðasta ári. „Þetta hefur náttúrlega verið heilmikil vinna en síðan tafðist gagnaöflunin dálítið þegar við þurftum að leita til dómstóla," segir Sigríður. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur verður Geir stefnt fyrir Landsdóm og er búist við að málið verði þingfest í byrjun júní. Þá verður hægt að taka málið fyrir og gögnin lögð fram sem og ákæran. Um fimmtíu vitni verða kölluð til vegna málsins, þeirra á meðal margir þekktir einstaklingar. Verjandi Geirs mun einnig leggja fram vitnalista. Sigríður segir að ekki verði kölluð til erlend vitni á þessu stigi málsins. En verða réttarhöldin löng? „Fjörtíu fimtíu vitni og skýrsla af ákærða tekur náttúrlega sinn tíma og síðan er það málflutningurinn þannig að þetta tekur meiri tíma en hefðbundið sakamál, vika, tvær, þrjár, það er svolítið erfitt að segja til um það," segir Sigríður. En telur Sigríður líkur á að Geir verði sakfelldur? „Að segja til um líkur á sakfellingu er svolítið erfiðara í þessu máli en þeim málum sem ég á að venjast allavega, en svona miðað við það sem maður er búinn að afla gagna og fara yfir þá telur maður nú líkurnar ágætar að dómurinn komast að þeirri niðurstöðu en það er náttúrlega bara hans að meta og óeðlilegt í rauninni að ég sé að fjalla um það, en svona alls ekki fjarlægt að það sé hægt að sakfella fyrir eitthvað í þessu máli að mínu mati," segir Sigríður. Andri Árnason, verjandi Geirs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við að frávísunarkrafa verði lögð fram, en ákvörðunin verður tekin þegar öll gögn hafa litið dagsins ljós.
Landsdómur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira