Vettel: Það er enginn ósigrandi 5. maí 2011 17:28 Sebastian Vettel ræðir við fréttamenn á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi. Mynd: Getty Images/Bryn Lennon Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu. „McLaren vann ekki vegna þess að liðið var heppið. Þeir unnu sitt verk vel og gerðu okkur lífið leitt og áttu sigurinn skilinn. Þeir unnu sitt verk betur en við", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Ég tel ekki heldur að okkar ákvarðanir hafi haft eitthvað með heppni að gera, frekar en hjá þeim. Svona mót koma upp og það er mikilvægt að læra af þeim og gæta þess að gera ekki sömu mistökin tvisvar", sagði Vettel sem vann tvö fyrstu mót ársins. McLaren liðið útfærði keppnisáætlun sína betur og það gerði útslagið í mótinu og tryggði sigur Hamiltons. „Það er engin ósigrandi og það munu allar koma stundir þar sem einhver sparkar í afturendann á þér. Ég kann ekki við að tapa, en enginn er ósigrandi. Vettel sagði einnig í fréttinni að hann stefni á að ná besta tíma í tímatökunni á laugardag og ekki spara dekkin til að eiga lítt notaðan umgang í mótinu. „Ef maður hefur val, þá á maður að stefna á besta tíma. Að ræsa af stað fremstur er fyrsti kostur. Það er alltaf hætta þegar ræst er aftar af stað og allt þarf að ganga upp. Ef maður er fastur fyrir aftan keppninaut, þá virkar keppnisáætlunin ekki lengur. Ef markmiðið er að skemmta sér, þá er hægt að ræsa aftarlega, en ef þú vilt vinna, þá viltu vera fremstur", sagði Vettel. Í síðasta móti ræsti Mark Webber, liðsfélagi Vettel 18 af stað og komst í þriðja sætið eftir fjölmarga framúrakstra í mótinu. Honum hafði gengið illa í tímatökunni. Formúla Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu. „McLaren vann ekki vegna þess að liðið var heppið. Þeir unnu sitt verk vel og gerðu okkur lífið leitt og áttu sigurinn skilinn. Þeir unnu sitt verk betur en við", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Ég tel ekki heldur að okkar ákvarðanir hafi haft eitthvað með heppni að gera, frekar en hjá þeim. Svona mót koma upp og það er mikilvægt að læra af þeim og gæta þess að gera ekki sömu mistökin tvisvar", sagði Vettel sem vann tvö fyrstu mót ársins. McLaren liðið útfærði keppnisáætlun sína betur og það gerði útslagið í mótinu og tryggði sigur Hamiltons. „Það er engin ósigrandi og það munu allar koma stundir þar sem einhver sparkar í afturendann á þér. Ég kann ekki við að tapa, en enginn er ósigrandi. Vettel sagði einnig í fréttinni að hann stefni á að ná besta tíma í tímatökunni á laugardag og ekki spara dekkin til að eiga lítt notaðan umgang í mótinu. „Ef maður hefur val, þá á maður að stefna á besta tíma. Að ræsa af stað fremstur er fyrsti kostur. Það er alltaf hætta þegar ræst er aftar af stað og allt þarf að ganga upp. Ef maður er fastur fyrir aftan keppninaut, þá virkar keppnisáætlunin ekki lengur. Ef markmiðið er að skemmta sér, þá er hægt að ræsa aftarlega, en ef þú vilt vinna, þá viltu vera fremstur", sagði Vettel. Í síðasta móti ræsti Mark Webber, liðsfélagi Vettel 18 af stað og komst í þriðja sætið eftir fjölmarga framúrakstra í mótinu. Honum hafði gengið illa í tímatökunni.
Formúla Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira