Hamilton mætir varfærinn til keppni 5. maí 2011 14:38 Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Tyrklandi í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Lewis Hamilton hjá McLaren keppir í Formúlu 1 í Tyrklandi um helgina, en hann vann síðustu keppni sem var í Kína, auk þess sem hann vann mótið í Tyrklandi í fyrra. Hamilton er í öðru sæti á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigamóti ökumanna. „Það er hægt að mæta til leiks eftir síðustu keppni og vera spenntur og sjálfsöruggur fyrir mótð, en ég geri mér ekki miklar vonir. Ég vill ekki ég vænta of mikils, þannig að fallið sé ekki hátt", sagði Hamilton í frétt á autosport.com, en hann var meðal ökumanna á fréttamannafundi á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. „Ég vil frekar mæta varfærinn til keppni. Við erum kannski ekki með fljótasta bílinn þessa helgina, sem er vissulega möguleiki, en ef við erum fljótastir þá væri það frábært og við gerum okkar besta til að vinna." „Við unnum ekki síðustu keppni vegna þess að við vorum með fljótasta bílinn, heldur af því við ókum vel og vorum með bestu keppnisáætlunina. Vonandi minnkum við bilið og vonandi er endurbættur bíllinn nógu góður, en við sjáum það á morgun", sagði Hamilton, en fyrstu tvær æfingar helgarinnar eru á föstudag. Sýnt verður frá fyrstu æfingunum á Stöð 2 Sport kl. 21:00 annað kvöld. Hamilton varð spurður að því hvort hann hefur trú á því að aðeins McLaren og Red Bull keppi um sigur um helgina og svaraði því á eftirfarandi hátt: „Ég held ekki. Sérstaklega ekki eftir hléið sem hefur verið. Hinir gaurarnir virðast vera minnka bilið. Mercedes færist næst, Ferrari er skammt undan og það virðist ekki muna miklu að þeir bæti sig. Renault gengur vel og Petrov ekur frábærlega. Það verður mjótt á munum einhvern tímann, þannig að ég vona að við getum haldið áfram að eflast", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren keppir í Formúlu 1 í Tyrklandi um helgina, en hann vann síðustu keppni sem var í Kína, auk þess sem hann vann mótið í Tyrklandi í fyrra. Hamilton er í öðru sæti á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigamóti ökumanna. „Það er hægt að mæta til leiks eftir síðustu keppni og vera spenntur og sjálfsöruggur fyrir mótð, en ég geri mér ekki miklar vonir. Ég vill ekki ég vænta of mikils, þannig að fallið sé ekki hátt", sagði Hamilton í frétt á autosport.com, en hann var meðal ökumanna á fréttamannafundi á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. „Ég vil frekar mæta varfærinn til keppni. Við erum kannski ekki með fljótasta bílinn þessa helgina, sem er vissulega möguleiki, en ef við erum fljótastir þá væri það frábært og við gerum okkar besta til að vinna." „Við unnum ekki síðustu keppni vegna þess að við vorum með fljótasta bílinn, heldur af því við ókum vel og vorum með bestu keppnisáætlunina. Vonandi minnkum við bilið og vonandi er endurbættur bíllinn nógu góður, en við sjáum það á morgun", sagði Hamilton, en fyrstu tvær æfingar helgarinnar eru á föstudag. Sýnt verður frá fyrstu æfingunum á Stöð 2 Sport kl. 21:00 annað kvöld. Hamilton varð spurður að því hvort hann hefur trú á því að aðeins McLaren og Red Bull keppi um sigur um helgina og svaraði því á eftirfarandi hátt: „Ég held ekki. Sérstaklega ekki eftir hléið sem hefur verið. Hinir gaurarnir virðast vera minnka bilið. Mercedes færist næst, Ferrari er skammt undan og það virðist ekki muna miklu að þeir bæti sig. Renault gengur vel og Petrov ekur frábærlega. Það verður mjótt á munum einhvern tímann, þannig að ég vona að við getum haldið áfram að eflast", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira