Trulli vill komast skör ofar með Lotus 4. maí 2011 12:39 Jarno Trulli hjá Lotus liðinu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Lotus Formúlu 1 liðið mætir til keppni í Tyrklandi um helgina, en fyrstu æfingar keppnisliða á Istanbúl Park brautinni eru á föstudaginn. Sama fyrirtæki, Lotus Enterprise og á Lotus liðið tilkynnti í síðustu viku að það hefði keypt Caterham Cars sportbílafyritækið breska, sem er sögufrægt merki. Sérstök athöfn var í Duxford í Bretlandi vegna kaupanna, sem tengdist Lotus liðinu, en yfirmaður þess er Tony Fernandez, sem á hlut í Lotus Enterprise ásamt fleiri aðilum. „Við höfum átt annríkt eftir heimkomuna frá Kína og það var gaman að sjá hve margir áhangendur mættu til Duxford í síðustu viku. Ég skemmti mér vel og það var skemmtilegt að fá tækifæri til að keyra Caterham bíl í litum liðsins fyrir framan alla", sagði Kovalainen í fréttatilkynningu frá Lotus liðinu. Lotus liðið mun mæta með endurbættan bíl í næsta mót á eftir Tyrklandi, en keppt verður á Spáni eftir mótið á Istanbúl Park í Tyrklandi. „Núna er komið að Tyrklandi, og keppt á braut sem ég hef alltaf notið mín á. Fólk talar um beygju átta, sem aðal beygjuna á brautinni, en í mínum huga er hún ekki erfitt viðfagnsefni. Við munum núna einbeita okkur að því að ná sem mestu út úr bílnum í tímatökunni og sýna hvað býr í bílnum", sagði Kovalainen. Jarno Trulli ekur sama bíl vill berjast við lið eins og Williams, Force India og Sauber, sé þess kostur. Það er athyglivert að hann náði 0.018 sekúndum betri aksturstíma í mótinu í Kína en Fernando Alonso á Ferrari, en varð þó aðeins nítándi í mótinu. „Það er tækifæri fyrir okkur að vaxa í Tyrklandi, eftir stutt hlé og það verður gott að keyra á ný. Ég vil endurtaka það sem við sýndum í Kína og til að svo megi verða, þá þurfum við að komast villulaust í gegnum æfingar á föstudag og sunnudag. Það gefur okkur möguleika á að berjast við leið eins og Williams, Force India og Sauber", sagði Trulli Formúla Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lotus Formúlu 1 liðið mætir til keppni í Tyrklandi um helgina, en fyrstu æfingar keppnisliða á Istanbúl Park brautinni eru á föstudaginn. Sama fyrirtæki, Lotus Enterprise og á Lotus liðið tilkynnti í síðustu viku að það hefði keypt Caterham Cars sportbílafyritækið breska, sem er sögufrægt merki. Sérstök athöfn var í Duxford í Bretlandi vegna kaupanna, sem tengdist Lotus liðinu, en yfirmaður þess er Tony Fernandez, sem á hlut í Lotus Enterprise ásamt fleiri aðilum. „Við höfum átt annríkt eftir heimkomuna frá Kína og það var gaman að sjá hve margir áhangendur mættu til Duxford í síðustu viku. Ég skemmti mér vel og það var skemmtilegt að fá tækifæri til að keyra Caterham bíl í litum liðsins fyrir framan alla", sagði Kovalainen í fréttatilkynningu frá Lotus liðinu. Lotus liðið mun mæta með endurbættan bíl í næsta mót á eftir Tyrklandi, en keppt verður á Spáni eftir mótið á Istanbúl Park í Tyrklandi. „Núna er komið að Tyrklandi, og keppt á braut sem ég hef alltaf notið mín á. Fólk talar um beygju átta, sem aðal beygjuna á brautinni, en í mínum huga er hún ekki erfitt viðfagnsefni. Við munum núna einbeita okkur að því að ná sem mestu út úr bílnum í tímatökunni og sýna hvað býr í bílnum", sagði Kovalainen. Jarno Trulli ekur sama bíl vill berjast við lið eins og Williams, Force India og Sauber, sé þess kostur. Það er athyglivert að hann náði 0.018 sekúndum betri aksturstíma í mótinu í Kína en Fernando Alonso á Ferrari, en varð þó aðeins nítándi í mótinu. „Það er tækifæri fyrir okkur að vaxa í Tyrklandi, eftir stutt hlé og það verður gott að keyra á ný. Ég vil endurtaka það sem við sýndum í Kína og til að svo megi verða, þá þurfum við að komast villulaust í gegnum æfingar á föstudag og sunnudag. Það gefur okkur möguleika á að berjast við leið eins og Williams, Force India og Sauber", sagði Trulli
Formúla Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira