Malmö vann í kvöld 3-1 sigur á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og endurheimti um leið toppsæti deildarinnar.
Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir léku allan leikinn fyrir Malmö sem er með tíu stig eftir fjóra leiki, rétt eins og Tyresö en með betra markahlutfall.
Annað Íslendingalið, Kristanstad, er svo í þriðja sætinu með níu stig.
