Tryggvi Guðmundsson var hetja ÍBV í kvöld er hann tryggði Eyjamönnum dramatískan sigur á Fram í opnunarleik Pepsi-deildar karla. Sigurmark Tryggva kom í lok uppbótartíma. Tryggvi sprangaði fyrir lesendur Vísis fyrr í dag og sá undirbúningur er kominn til að vera.
"Nú fer ég að spranga fyrir alla leiki. Ég þarf líka að finna stað til að spranga á fyrir útileiki," sagði Tryggvi léttur.
"Það má segja að þetta sé markanefsmark. Ég kom á réttan stað og þetta var samt þröngt skot og með hægri. Ég verð því að klappa mér á öxlina fyrir markið," sagði Tryggvi sem fannst ÍBV spila vel gegn vindinum.
Tryggvi: Nú fer ég að spranga fyrir alla leiki
Tengdar fréttir

Tryggvi Guðmunds sprangar á leikdegi
Hinn afar hressi sóknarmaður ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, var í miklu stuði þegar Vísir hitti á hann í Vestmannaeyjum þremur tímum fyrir leik ÍBV og Fram í Pepsi-deild karla sem er opnunarleikur deildarinnar í ár.