Webber vill komast á efsta þrep verðlaunapallsins á Spáni á ný 19. maí 2011 14:43 Mark Webber vann á Spáni í fyrra. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappaksturs. „Brautin er frábær, yfirborðið og útfærsla brautarinnar er mjög góð til aksturs Formúlu 1 bíls á ystu nöf", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um komandi mót. „Síðasta tímatökusvæðið var áður fyrr mjög hratt, en það hefur verið hægt á þessu svæði með hlykk, sem brýtur upp taktinn, en í heildina litið nýt ég þess að keyra brautina." Webber varð í öðru sæti í síðustu keppni í Tyrklandi á eftir Vettel. „Vitanlega vill ég bæta árangur minn frá því í Tyrklandi og það þýðir efsta þrepið á verðlaunapallinum. Það væri gaman að bæta við minningarnar sem ég á þaðan. Þetta er eitt besta mót ársins hvað varðar stemmninguna, vegna stuðningsins sem Fernando fær. Ég elska að fara hringinn í ökumannskynningunni (sem er á undan kappakstrinum) og sjá flugelda og söng þeirra. Það er alltaf skemmtilegt." Vettel þekkir brautina í Katalóníu vel eins og aðrir ökumenn, en hún er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, sem er höfuðborg Katalóníu héraðsins á Spáni. „Við þekkjum brautina vel frá vetraræfingum og hún ætti að henta bíl okkar vel. Sögulega séð býður brautin ekki upp á framúrakstur, en með DRS kerfinu (stillanlegum afturvæng) verður þetta öðruvísi núna", sagði Vettel, sem sagðist kunna vel við Spán og Barcelona borgina, sem honum þykir nýmóðins og arkitektúrinn áhugaverður. „Ég kann vel við Spánverja og menningu þeirra. Það er alltaf frábær stemmning á spönskum íþróttaviðburðum, eins og á Formúlu 1 og fótboltaleikjum", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappaksturs. „Brautin er frábær, yfirborðið og útfærsla brautarinnar er mjög góð til aksturs Formúlu 1 bíls á ystu nöf", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um komandi mót. „Síðasta tímatökusvæðið var áður fyrr mjög hratt, en það hefur verið hægt á þessu svæði með hlykk, sem brýtur upp taktinn, en í heildina litið nýt ég þess að keyra brautina." Webber varð í öðru sæti í síðustu keppni í Tyrklandi á eftir Vettel. „Vitanlega vill ég bæta árangur minn frá því í Tyrklandi og það þýðir efsta þrepið á verðlaunapallinum. Það væri gaman að bæta við minningarnar sem ég á þaðan. Þetta er eitt besta mót ársins hvað varðar stemmninguna, vegna stuðningsins sem Fernando fær. Ég elska að fara hringinn í ökumannskynningunni (sem er á undan kappakstrinum) og sjá flugelda og söng þeirra. Það er alltaf skemmtilegt." Vettel þekkir brautina í Katalóníu vel eins og aðrir ökumenn, en hún er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, sem er höfuðborg Katalóníu héraðsins á Spáni. „Við þekkjum brautina vel frá vetraræfingum og hún ætti að henta bíl okkar vel. Sögulega séð býður brautin ekki upp á framúrakstur, en með DRS kerfinu (stillanlegum afturvæng) verður þetta öðruvísi núna", sagði Vettel, sem sagðist kunna vel við Spán og Barcelona borgina, sem honum þykir nýmóðins og arkitektúrinn áhugaverður. „Ég kann vel við Spánverja og menningu þeirra. Það er alltaf frábær stemmning á spönskum íþróttaviðburðum, eins og á Formúlu 1 og fótboltaleikjum", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira