Webber vill komast á efsta þrep verðlaunapallsins á Spáni á ný 19. maí 2011 14:43 Mark Webber vann á Spáni í fyrra. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappaksturs. „Brautin er frábær, yfirborðið og útfærsla brautarinnar er mjög góð til aksturs Formúlu 1 bíls á ystu nöf", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um komandi mót. „Síðasta tímatökusvæðið var áður fyrr mjög hratt, en það hefur verið hægt á þessu svæði með hlykk, sem brýtur upp taktinn, en í heildina litið nýt ég þess að keyra brautina." Webber varð í öðru sæti í síðustu keppni í Tyrklandi á eftir Vettel. „Vitanlega vill ég bæta árangur minn frá því í Tyrklandi og það þýðir efsta þrepið á verðlaunapallinum. Það væri gaman að bæta við minningarnar sem ég á þaðan. Þetta er eitt besta mót ársins hvað varðar stemmninguna, vegna stuðningsins sem Fernando fær. Ég elska að fara hringinn í ökumannskynningunni (sem er á undan kappakstrinum) og sjá flugelda og söng þeirra. Það er alltaf skemmtilegt." Vettel þekkir brautina í Katalóníu vel eins og aðrir ökumenn, en hún er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, sem er höfuðborg Katalóníu héraðsins á Spáni. „Við þekkjum brautina vel frá vetraræfingum og hún ætti að henta bíl okkar vel. Sögulega séð býður brautin ekki upp á framúrakstur, en með DRS kerfinu (stillanlegum afturvæng) verður þetta öðruvísi núna", sagði Vettel, sem sagðist kunna vel við Spán og Barcelona borgina, sem honum þykir nýmóðins og arkitektúrinn áhugaverður. „Ég kann vel við Spánverja og menningu þeirra. Það er alltaf frábær stemmning á spönskum íþróttaviðburðum, eins og á Formúlu 1 og fótboltaleikjum", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappaksturs. „Brautin er frábær, yfirborðið og útfærsla brautarinnar er mjög góð til aksturs Formúlu 1 bíls á ystu nöf", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um komandi mót. „Síðasta tímatökusvæðið var áður fyrr mjög hratt, en það hefur verið hægt á þessu svæði með hlykk, sem brýtur upp taktinn, en í heildina litið nýt ég þess að keyra brautina." Webber varð í öðru sæti í síðustu keppni í Tyrklandi á eftir Vettel. „Vitanlega vill ég bæta árangur minn frá því í Tyrklandi og það þýðir efsta þrepið á verðlaunapallinum. Það væri gaman að bæta við minningarnar sem ég á þaðan. Þetta er eitt besta mót ársins hvað varðar stemmninguna, vegna stuðningsins sem Fernando fær. Ég elska að fara hringinn í ökumannskynningunni (sem er á undan kappakstrinum) og sjá flugelda og söng þeirra. Það er alltaf skemmtilegt." Vettel þekkir brautina í Katalóníu vel eins og aðrir ökumenn, en hún er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, sem er höfuðborg Katalóníu héraðsins á Spáni. „Við þekkjum brautina vel frá vetraræfingum og hún ætti að henta bíl okkar vel. Sögulega séð býður brautin ekki upp á framúrakstur, en með DRS kerfinu (stillanlegum afturvæng) verður þetta öðruvísi núna", sagði Vettel, sem sagðist kunna vel við Spán og Barcelona borgina, sem honum þykir nýmóðins og arkitektúrinn áhugaverður. „Ég kann vel við Spánverja og menningu þeirra. Það er alltaf frábær stemmning á spönskum íþróttaviðburðum, eins og á Formúlu 1 og fótboltaleikjum", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira