Webber vill komast á efsta þrep verðlaunapallsins á Spáni á ný 19. maí 2011 14:43 Mark Webber vann á Spáni í fyrra. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappaksturs. „Brautin er frábær, yfirborðið og útfærsla brautarinnar er mjög góð til aksturs Formúlu 1 bíls á ystu nöf", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um komandi mót. „Síðasta tímatökusvæðið var áður fyrr mjög hratt, en það hefur verið hægt á þessu svæði með hlykk, sem brýtur upp taktinn, en í heildina litið nýt ég þess að keyra brautina." Webber varð í öðru sæti í síðustu keppni í Tyrklandi á eftir Vettel. „Vitanlega vill ég bæta árangur minn frá því í Tyrklandi og það þýðir efsta þrepið á verðlaunapallinum. Það væri gaman að bæta við minningarnar sem ég á þaðan. Þetta er eitt besta mót ársins hvað varðar stemmninguna, vegna stuðningsins sem Fernando fær. Ég elska að fara hringinn í ökumannskynningunni (sem er á undan kappakstrinum) og sjá flugelda og söng þeirra. Það er alltaf skemmtilegt." Vettel þekkir brautina í Katalóníu vel eins og aðrir ökumenn, en hún er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, sem er höfuðborg Katalóníu héraðsins á Spáni. „Við þekkjum brautina vel frá vetraræfingum og hún ætti að henta bíl okkar vel. Sögulega séð býður brautin ekki upp á framúrakstur, en með DRS kerfinu (stillanlegum afturvæng) verður þetta öðruvísi núna", sagði Vettel, sem sagðist kunna vel við Spán og Barcelona borgina, sem honum þykir nýmóðins og arkitektúrinn áhugaverður. „Ég kann vel við Spánverja og menningu þeirra. Það er alltaf frábær stemmning á spönskum íþróttaviðburðum, eins og á Formúlu 1 og fótboltaleikjum", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappaksturs. „Brautin er frábær, yfirborðið og útfærsla brautarinnar er mjög góð til aksturs Formúlu 1 bíls á ystu nöf", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um komandi mót. „Síðasta tímatökusvæðið var áður fyrr mjög hratt, en það hefur verið hægt á þessu svæði með hlykk, sem brýtur upp taktinn, en í heildina litið nýt ég þess að keyra brautina." Webber varð í öðru sæti í síðustu keppni í Tyrklandi á eftir Vettel. „Vitanlega vill ég bæta árangur minn frá því í Tyrklandi og það þýðir efsta þrepið á verðlaunapallinum. Það væri gaman að bæta við minningarnar sem ég á þaðan. Þetta er eitt besta mót ársins hvað varðar stemmninguna, vegna stuðningsins sem Fernando fær. Ég elska að fara hringinn í ökumannskynningunni (sem er á undan kappakstrinum) og sjá flugelda og söng þeirra. Það er alltaf skemmtilegt." Vettel þekkir brautina í Katalóníu vel eins og aðrir ökumenn, en hún er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, sem er höfuðborg Katalóníu héraðsins á Spáni. „Við þekkjum brautina vel frá vetraræfingum og hún ætti að henta bíl okkar vel. Sögulega séð býður brautin ekki upp á framúrakstur, en með DRS kerfinu (stillanlegum afturvæng) verður þetta öðruvísi núna", sagði Vettel, sem sagðist kunna vel við Spán og Barcelona borgina, sem honum þykir nýmóðins og arkitektúrinn áhugaverður. „Ég kann vel við Spánverja og menningu þeirra. Það er alltaf frábær stemmning á spönskum íþróttaviðburðum, eins og á Formúlu 1 og fótboltaleikjum", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira