Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni 19. maí 2011 12:03 Lars Von Trier ásamt leikkonunum Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá brot úr mynd þeirra, Melancholia. Neðar í fréttinni er hlekkur á blaðamannafundinn fræga. Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. Ummælin fóru afar illa í aðstandendur hátíðarinnar sem og leikara nýjustu myndar Lars sem heitir Melancholia. Lars sagði eftir á að ummælin hefðu verið grín en svo virðist sem það hafi ekki nægt aðstandendum hátíðarinnar sem gáfu út yfirlýsingu í morgun um að nærveru Lars væri ekki óskað á hátíðinni og að hann væri vinsamlegast beðinn um að hafa sig á brott fyrir hádegi í dag. Mynd Lars verður þó áfram sýnd á hátíðinni en hún hefur fengið frekar slæma dóma, þá sérstaklega hjá breska stórblaðinu The Guardian sem sagði myndina beinlínis leiðinlega. Þess má geta að Lars hefur verið sigursæll á hátíðinni. Árið 2000 sigraði hann með myndinni Dancer in the dark og að auki fékk Björk Guðmundsdóttir verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni.Hér er hægt að horfa á blaðamannafundinn þar sem ummælin féllu. Þau eru sögð á 36 mínútu. Cannes Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. Ummælin fóru afar illa í aðstandendur hátíðarinnar sem og leikara nýjustu myndar Lars sem heitir Melancholia. Lars sagði eftir á að ummælin hefðu verið grín en svo virðist sem það hafi ekki nægt aðstandendum hátíðarinnar sem gáfu út yfirlýsingu í morgun um að nærveru Lars væri ekki óskað á hátíðinni og að hann væri vinsamlegast beðinn um að hafa sig á brott fyrir hádegi í dag. Mynd Lars verður þó áfram sýnd á hátíðinni en hún hefur fengið frekar slæma dóma, þá sérstaklega hjá breska stórblaðinu The Guardian sem sagði myndina beinlínis leiðinlega. Þess má geta að Lars hefur verið sigursæll á hátíðinni. Árið 2000 sigraði hann með myndinni Dancer in the dark og að auki fékk Björk Guðmundsdóttir verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni.Hér er hægt að horfa á blaðamannafundinn þar sem ummælin féllu. Þau eru sögð á 36 mínútu.
Cannes Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira