Annasamur tími framundan hjá nýliðanum 18. maí 2011 15:10 Belginn Jerome d´Ambrosio ekur með Virgin liðinu. Mynd: Getty Images Belginn Jerome d'Ambrosio hjá Virgin Formúlu 1 liðinu telur að næstu næstu tvær vikur verði spennandi í augum áhorfenda, en keppt verður á Spáni um næstu helgi og í Mónakó helgina eftir. Hann hóf að keppa í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og ekur með Timo Glock í liði Virgin sem er að hluta til í eigu Marussia bílaframleiðandans í Rússlandi. „Katalóníu brautin er ein af uppáhaldsbrautum mínum, þar sem ég hef oft keppt þar. Það er gott fyrir ökumenn þegar þeir þekkja brautirnar. Við æfðum þarna í upphafi tímabilsins, en engu að síður þarf að stilla bílunum upp fyrir brautina miðað við aðstæður. Dekk geta virkað vel í eitt skipti, en svo síður í það næsta. Það er annasöm vika framundan, þar sem spænski kappaksturinn er vikuna á undan mótinu í Mónakó. Það eru því tvær frábærar F1 1 vikur framundan fyrir áhorfendur", sagði d'Ambrosio. Timo Glock telur brautina í Katalóníu eina af þeim bestu, ekki síst í ljósi þess að ökumenn hafa keppt og æft á brautinni oft. „Brautin er blanda af mörgum þáttum, mjög hægum svæðum og svo hraðari. Þá eru tveir mjög hraðir beinir kaflar, sérstaklega sá sem er með rásmark og endamarkið. Það er einn hraðasti beini kaflinn á dagatalinu", sagði Glock. „Veðrið getur verið mismunandi á þessum tíma árs, sem gerir mótið áhugaverðara. Markmið okkar er að ná meira út úr búnaði okkar og að fá nýja hluti til að virka betur", sagði Glock, en fékk endurbættan bíl í hendurnar í síðustu keppni, með ýmsum nýjungum. Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Belginn Jerome d'Ambrosio hjá Virgin Formúlu 1 liðinu telur að næstu næstu tvær vikur verði spennandi í augum áhorfenda, en keppt verður á Spáni um næstu helgi og í Mónakó helgina eftir. Hann hóf að keppa í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og ekur með Timo Glock í liði Virgin sem er að hluta til í eigu Marussia bílaframleiðandans í Rússlandi. „Katalóníu brautin er ein af uppáhaldsbrautum mínum, þar sem ég hef oft keppt þar. Það er gott fyrir ökumenn þegar þeir þekkja brautirnar. Við æfðum þarna í upphafi tímabilsins, en engu að síður þarf að stilla bílunum upp fyrir brautina miðað við aðstæður. Dekk geta virkað vel í eitt skipti, en svo síður í það næsta. Það er annasöm vika framundan, þar sem spænski kappaksturinn er vikuna á undan mótinu í Mónakó. Það eru því tvær frábærar F1 1 vikur framundan fyrir áhorfendur", sagði d'Ambrosio. Timo Glock telur brautina í Katalóníu eina af þeim bestu, ekki síst í ljósi þess að ökumenn hafa keppt og æft á brautinni oft. „Brautin er blanda af mörgum þáttum, mjög hægum svæðum og svo hraðari. Þá eru tveir mjög hraðir beinir kaflar, sérstaklega sá sem er með rásmark og endamarkið. Það er einn hraðasti beini kaflinn á dagatalinu", sagði Glock. „Veðrið getur verið mismunandi á þessum tíma árs, sem gerir mótið áhugaverðara. Markmið okkar er að ná meira út úr búnaði okkar og að fá nýja hluti til að virka betur", sagði Glock, en fékk endurbættan bíl í hendurnar í síðustu keppni, með ýmsum nýjungum.
Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti