Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2011 12:22 Sumarið 2010 var starfræktur laxateljari í Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt honum er veiðiálagið á laxastofn árinnar 49% en mun minna á silungi. Um árabil hefur starfsfólk Veiðimálastofnunar vaktað laxastofna Gljúfurár, en með tilkomu teljara í ánni er nú hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um göngu lax- og silungs. Samkvæmt teljara gengu 550 laxar upp fyrir teljarann og veiddust 271 þeirra. Tiu laxar fengust að auki neðan laxateljara. Athygli vekur að laxagöngur í Gljúfurá aukast samfara vatnsmagni Norðurár, og virðist forsendan fyrir góðum göngum vera sú að nægt vatn sé fyrir hendi í Norðurá, en árnar sameinast við Flóðatanga. Sé laxateljarinn borinn saman við vatnsmagn má sjá augljós tengsl þar á milli. Athygli vekur mikil sjóbirtingsgengd í Gljúfurá eftir að veiðitíma lýkur. Í lok september og í október er talsvert að ganga af sjógengnum urriða, en sökum þess hversu seint sá fiskur gengur þá mælist veiðiálag á þann stofn aðeins 4%! Þess má geta að samkvæmt seiðamælingum er laxastofn Gljúfurár í mjög góðu horfi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði
Sumarið 2010 var starfræktur laxateljari í Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt honum er veiðiálagið á laxastofn árinnar 49% en mun minna á silungi. Um árabil hefur starfsfólk Veiðimálastofnunar vaktað laxastofna Gljúfurár, en með tilkomu teljara í ánni er nú hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um göngu lax- og silungs. Samkvæmt teljara gengu 550 laxar upp fyrir teljarann og veiddust 271 þeirra. Tiu laxar fengust að auki neðan laxateljara. Athygli vekur að laxagöngur í Gljúfurá aukast samfara vatnsmagni Norðurár, og virðist forsendan fyrir góðum göngum vera sú að nægt vatn sé fyrir hendi í Norðurá, en árnar sameinast við Flóðatanga. Sé laxateljarinn borinn saman við vatnsmagn má sjá augljós tengsl þar á milli. Athygli vekur mikil sjóbirtingsgengd í Gljúfurá eftir að veiðitíma lýkur. Í lok september og í október er talsvert að ganga af sjógengnum urriða, en sökum þess hversu seint sá fiskur gengur þá mælist veiðiálag á þann stofn aðeins 4%! Þess má geta að samkvæmt seiðamælingum er laxastofn Gljúfurár í mjög góðu horfi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði