Schumacher sigursælastur á Spáni 13. maí 2011 16:10 Mynd: Getty Images Fimmta umferð Formúlu 1 meistaramótsins er um aðra helgi á Spáni og Mercedes liðið ætlar sér góðan árangur, eftir að liðinu óx nokkuð ásmeginn í síðustu keppni. Michale Schumacher hefur oftast unnið á brautinni, eða sex sinnum en hann ekur Mercedes. Bílar með Mercedes vél hafa unnið fimm sinnum á Katalóníu brautinni, en 20 mót hafa farið fram á brautinni sem er nærri Barcleona. ,,Spænski kappaksturinn er sá fyrsti þar sem maður finnur raunverulega fyrir því að vera keppa í Evrópu. Ég á fullt af góðum minningum þaðan og við þekkjum bratutina vel frá æfingum”, sagði Schumacher, en keppnisliða æfa á brautinni á veturna. ,,Það verður áhugavert að sjá hvernig KERS kerfið, stillanlegur afturvængur og DRS kerfið kemur út og Pirelli dekkin. Það hefur alltaf verið erfitt að fara framúr á brautinni.” Schumacher lenti í árekstri í síðasta móti og það gerði út um vonir hans á góðum árangri í Tyrklandi. ,,Ég var ekki ánægður með mótshelgina í Tyrklandi, en liðið hefur verið að bæta sig, sem er mér hvatning til dáða. Það er gaman að sjá afrakstur þessarar vinnu. Við ætlum að taka framförum”, sagði Schumacher. Nico Rosberg stóð sig vetur en Schumacher í síðustu keppni. ,,Það er augljóst að við höfum bætt okkur, en þurfum að bæta okkur í kappakstrinum, þó staðan sé vænlegri varðandi tímatökuna. Við verðum með nýja hluti í bílnum í Barcelona. Ég hlakka til að sjá útkomuna. Við áttum góða tíma á æfingum í brautinni í vetur og vonandi getum við laðað fram góð úrslit í mótinu”, sagði Rosberg. Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fimmta umferð Formúlu 1 meistaramótsins er um aðra helgi á Spáni og Mercedes liðið ætlar sér góðan árangur, eftir að liðinu óx nokkuð ásmeginn í síðustu keppni. Michale Schumacher hefur oftast unnið á brautinni, eða sex sinnum en hann ekur Mercedes. Bílar með Mercedes vél hafa unnið fimm sinnum á Katalóníu brautinni, en 20 mót hafa farið fram á brautinni sem er nærri Barcleona. ,,Spænski kappaksturinn er sá fyrsti þar sem maður finnur raunverulega fyrir því að vera keppa í Evrópu. Ég á fullt af góðum minningum þaðan og við þekkjum bratutina vel frá æfingum”, sagði Schumacher, en keppnisliða æfa á brautinni á veturna. ,,Það verður áhugavert að sjá hvernig KERS kerfið, stillanlegur afturvængur og DRS kerfið kemur út og Pirelli dekkin. Það hefur alltaf verið erfitt að fara framúr á brautinni.” Schumacher lenti í árekstri í síðasta móti og það gerði út um vonir hans á góðum árangri í Tyrklandi. ,,Ég var ekki ánægður með mótshelgina í Tyrklandi, en liðið hefur verið að bæta sig, sem er mér hvatning til dáða. Það er gaman að sjá afrakstur þessarar vinnu. Við ætlum að taka framförum”, sagði Schumacher. Nico Rosberg stóð sig vetur en Schumacher í síðustu keppni. ,,Það er augljóst að við höfum bætt okkur, en þurfum að bæta okkur í kappakstrinum, þó staðan sé vænlegri varðandi tímatökuna. Við verðum með nýja hluti í bílnum í Barcelona. Ég hlakka til að sjá útkomuna. Við áttum góða tíma á æfingum í brautinni í vetur og vonandi getum við laðað fram góð úrslit í mótinu”, sagði Rosberg.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira