Tiger Woods dró sig úr keppni á Players-meistaramótinu í dag eftir aðeins níu holur. Tiger er meiddur og var greinilega ekki tilbúinn í slaginn.
Þetta var fyrsta mót Tigers síðan á Masters. Hann spilaði mjög illa á holunum níu og var sex yfir pari er hann hætti keppni.
"Hnéð fór hjá mér og síðan fylgdi ökklinn. Þetta var ekki hægt," sagði Tiger.
