Sætir furðu að forseti Landsdóms láti töfina viðgangast Helga Arnardóttir skrifar 11. maí 2011 12:11 Geir Haarde segir furðu sæta að saksóknari hafi tekið sér sjö mánuði í að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. Saksóknari Alþingis gaf í gær út ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir meint brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í henni er Geir meðal annars gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins á tímum þegar stórfelld hætta vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði. Geir Haarde baðst undan viðtali við fréttastofu vegna málsins en sagði þó að sér fyndist furðu sæta að það hafi tekið saksóknara Alþingis sjö mánuði að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu frá því í september í fyrra. Ákæran sé ein og hálf blaðsíða að lengd og sakarefnin ekki rökstudd með neinum hætti. Hann telur með ólíkindum að forseti Landsdóms skuli hafa látið það viðgangast að málsmeðferðin hafi tafist um sjö mánuði. Geir telur að ákæruskjalið hefði átti að gefa út um miðjan október, strax eftir ákæru Alþingis og með því móti hefði verið hægt að ljúka málinu á skömmum tíma og sparað málsaðilum tíma, fyrirhöfn og kostnað. Þess í stað blasir við að málsmeðferðin dragist fram til ársins 2012. Andri Árnason verjandi Geirs segir við Fréttablaðið í dag að hann hafi búist við rökstuddum málatilbúnaði eftir 7 mánaða rannsókn hjá saksóknara Alþingis, eins og lög geri ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. Ákæruatriðin séu vægast sagt loðin, teygjanleg og óljós. Ekki sé hægt að ákæra mann fyrir óljós sakarefni. Í lögum er gert ráð fyrir að saksóknari sé bundinn við ákæru Alþingis og þær upplýsingar fengust frá saksóknaraembættinu að ekki tíðkaðist að rökstyðja sakarefni í ákærum. Rökstuðningur sakarefna fari fram í málflutningi fyrir dómstólum. Verjandi Geirs á von á því að fá tæplega fjögur þúsund blaðsíður af fylgiskjölum í hendur fljótlega. Saksóknari hefur lagt fram vitnalista. Á honum eru 43 nöfn, meðal annars fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjórar og bankastjórar allra föllnu bankanna þriggja. Landsdómur Tengdar fréttir Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07 Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. Saksóknari Alþingis gaf í gær út ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir meint brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í henni er Geir meðal annars gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins á tímum þegar stórfelld hætta vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði. Geir Haarde baðst undan viðtali við fréttastofu vegna málsins en sagði þó að sér fyndist furðu sæta að það hafi tekið saksóknara Alþingis sjö mánuði að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu frá því í september í fyrra. Ákæran sé ein og hálf blaðsíða að lengd og sakarefnin ekki rökstudd með neinum hætti. Hann telur með ólíkindum að forseti Landsdóms skuli hafa látið það viðgangast að málsmeðferðin hafi tafist um sjö mánuði. Geir telur að ákæruskjalið hefði átti að gefa út um miðjan október, strax eftir ákæru Alþingis og með því móti hefði verið hægt að ljúka málinu á skömmum tíma og sparað málsaðilum tíma, fyrirhöfn og kostnað. Þess í stað blasir við að málsmeðferðin dragist fram til ársins 2012. Andri Árnason verjandi Geirs segir við Fréttablaðið í dag að hann hafi búist við rökstuddum málatilbúnaði eftir 7 mánaða rannsókn hjá saksóknara Alþingis, eins og lög geri ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. Ákæruatriðin séu vægast sagt loðin, teygjanleg og óljós. Ekki sé hægt að ákæra mann fyrir óljós sakarefni. Í lögum er gert ráð fyrir að saksóknari sé bundinn við ákæru Alþingis og þær upplýsingar fengust frá saksóknaraembættinu að ekki tíðkaðist að rökstyðja sakarefni í ákærum. Rökstuðningur sakarefna fari fram í málflutningi fyrir dómstólum. Verjandi Geirs á von á því að fá tæplega fjögur þúsund blaðsíður af fylgiskjölum í hendur fljótlega. Saksóknari hefur lagt fram vitnalista. Á honum eru 43 nöfn, meðal annars fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjórar og bankastjórar allra föllnu bankanna þriggja.
Landsdómur Tengdar fréttir Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07 Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07
Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00