Björn Bergmann Sigurðarson var á skotskónum með Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Björn Bergmann skoraði þá tvö mörk í 4-2 útisigri á Sarpsborg 08.
Björn Bergmann skoraði mörkin sín á 16. og 87.mínútu, hann kom Lilleström í 2-0 í fyrri hálfleik og seinna markið innsiglaði góðan sigur.
Björn Bergmann var bara búinn að skora eitt mark í fyrstu átta umferðunum en hafði lagt upp fjögur mörk fyrir félaga sína.
Stefán Logi Magnússon var í marki Lilleström en annað markið sem hann fékk á sig kom úr vítaspyrnu.
Lilleström er í 9. sæti deildarinnar með 12 stig í 9 leikjum en ekkert lið í deildinni hefur skorað fleiri mörk. Lilleström hefur nefnilega skorað 23 mörk í fyrstu níu umferðunum eða 2,6 að meðaltali í leik.
Björn Bergmann skoraði tvö mörk fyrir Lilleström
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur
Íslenski boltinn

Júlíus: Ógeðslega sætt
Fótbolti

