Ólafur: Það fór enginn þeirra í frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2011 17:30 Ólafur tilkynnir liðið sitt í dag. Mynd/Anton Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk. „Það er misjafnlega langt síðan að menn kláruðu sín mót. Oft hafa þessir júníleikir reynst okkur mjög erfiðir af því að menn hafa verið í misjöfnu standi eftir lok deildanna hjá sér," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag „Ég tók stöðuna á öllum leikmönnunum fyrir smá tíma og þó að þeir hafi ekki verið að spila fótboltaleiki í einhvern tíma þá eru þeir allir að æfa og eiga allir að vera í mjög góðu standi fyrir þennan Danaleik. Það fór enginn þeirra í svokallað frí eins og menn tala um. Það fóru einhverjir og slökuðu á í tvo til þrjá daga en það hafa allir verið að æfa. Líkamlegt ástand manna á því að vera mjög gott þó að það sé svolítið síðan að sumir hafi spilað," segir Ólafur. „Menn eru kannski pínulítið ryðgaðir en það er oft þannig að þegar menn taka sér frí í smá tíma frá leikjum og byrja svo aftur þá eiga þeir oft sína bestu leiki og við skulum vona að svo verði núna. Hópurinn lítur vel út og er í fínu ásigkomulagi," sagði Ólafur. „Það eru tveir óvissuþættir með þennan hóp. Rúrik hefur verið að glíma við meiðsli og ég veit ekki alveg hundrað prósent hvað verður með hann. Ég valdi hann og við ætlum að taka á honum stöðuna þegar hann kemur hingað heim á mánudaginn. Við metum það síðan í framhaldinu hvort að hann sé leikhæfur eða ekki. Einnig hefur Kolbeinn átt við smávægileg meiðsli en vonandi verður það í lagi. Að öðru leyti er hópurinn hundrað prósent heill," segir Ólafur. „Það langar öllum að vinna Dani og þetta er kannski sú þjóð sem okkur langar mest til að vinna. Það hefur ekki gengið hingað til en við munum að sjálfsögðu gera allt í okkar valdi til þess að það breytist. Danir eru ein af þremur þjóðum sem eru að berjast um þessi efstu sæti í riðlinum og þeir mega ekki tapa einu einasta stigi hér því þá væri þeirra möguleiki nánast úr sögunni. Það er mikið undir hjá þeim," segir Ólafur sem útskýrði líka af hverju hann valdi ekki Grétar Rafn Steinsson í liðið að þessu sinni. „Vegna persónulegra ástæðna Grétars Rafns þá var hann ekki valinn. Ég get ekkert útskýrt það frekar því það er persónulegt sem ég get ekki farið út í. Hann baðst ekki undan því sjálfur að vera valinn og þetta var því mín ákvörðun," sagði Ólafur á blaðamannafundinum. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk. „Það er misjafnlega langt síðan að menn kláruðu sín mót. Oft hafa þessir júníleikir reynst okkur mjög erfiðir af því að menn hafa verið í misjöfnu standi eftir lok deildanna hjá sér," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag „Ég tók stöðuna á öllum leikmönnunum fyrir smá tíma og þó að þeir hafi ekki verið að spila fótboltaleiki í einhvern tíma þá eru þeir allir að æfa og eiga allir að vera í mjög góðu standi fyrir þennan Danaleik. Það fór enginn þeirra í svokallað frí eins og menn tala um. Það fóru einhverjir og slökuðu á í tvo til þrjá daga en það hafa allir verið að æfa. Líkamlegt ástand manna á því að vera mjög gott þó að það sé svolítið síðan að sumir hafi spilað," segir Ólafur. „Menn eru kannski pínulítið ryðgaðir en það er oft þannig að þegar menn taka sér frí í smá tíma frá leikjum og byrja svo aftur þá eiga þeir oft sína bestu leiki og við skulum vona að svo verði núna. Hópurinn lítur vel út og er í fínu ásigkomulagi," sagði Ólafur. „Það eru tveir óvissuþættir með þennan hóp. Rúrik hefur verið að glíma við meiðsli og ég veit ekki alveg hundrað prósent hvað verður með hann. Ég valdi hann og við ætlum að taka á honum stöðuna þegar hann kemur hingað heim á mánudaginn. Við metum það síðan í framhaldinu hvort að hann sé leikhæfur eða ekki. Einnig hefur Kolbeinn átt við smávægileg meiðsli en vonandi verður það í lagi. Að öðru leyti er hópurinn hundrað prósent heill," segir Ólafur. „Það langar öllum að vinna Dani og þetta er kannski sú þjóð sem okkur langar mest til að vinna. Það hefur ekki gengið hingað til en við munum að sjálfsögðu gera allt í okkar valdi til þess að það breytist. Danir eru ein af þremur þjóðum sem eru að berjast um þessi efstu sæti í riðlinum og þeir mega ekki tapa einu einasta stigi hér því þá væri þeirra möguleiki nánast úr sögunni. Það er mikið undir hjá þeim," segir Ólafur sem útskýrði líka af hverju hann valdi ekki Grétar Rafn Steinsson í liðið að þessu sinni. „Vegna persónulegra ástæðna Grétars Rafns þá var hann ekki valinn. Ég get ekkert útskýrt það frekar því það er persónulegt sem ég get ekki farið út í. Hann baðst ekki undan því sjálfur að vera valinn og þetta var því mín ákvörðun," sagði Ólafur á blaðamannafundinum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira