Vettel: Minnstu mistök dýrkeypt 23. maí 2011 16:15 Sebastian Vettel með verðlaunagripinn eftir sigur í Formúlu 1 mótinu á Spáni í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 118 stig, Hamilton er með 77, Webber 77, Jenson Button 67 og Fernando Alonso 51. „Það er óvenjulegt að keyra Formúlu 1 bíl í Mónakó. Brautin er einstök og einstakt verkefni fyrir ökumann. Maður verður að keyra eins stíft og á venjulegri braut, en minnstu mistök geta verið dýrkeypt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull um næsta verkefni sitt í Formúlu 1, en hann æfir á Mónakó brautinni ásamt keppinautum sínum á fimmtudaginn. Brautin er afmörkuð á götum Mónakó og lokuð almennri umferð á meðan hún er í notkum fyrir Formúlu 1. „Það er mikilvægt að ná góðum stað á ráslínu og það getur ráðið úrslitum, þar sem það hefur verið mjög erfitt að fara framúr. Þetta er einn af hápunktum ársins. Við náðum góðum árangri í fyrra og ég vona að við verðum sterkir á ný", sagði Vettel, sem gat þess líka að vandasamt væri að keyra í tímatökum. Brautin er þröng og þegar margir keppnisbílar keyra hana í einu, getur verið erfitt að hitta á rétta tímasetningu fyrir hraðann hring, án þess að keppinautar séu í veginum. Webber telur að keppnisáætlanir gæti orðið flóknar í Mónakó í ár, vegna nýju Pirelli dekkjanna, sem slitna hraðar og öðruvísi en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. „Við vitum að þetta er ein virtasta keppni ársins. Það eru mörg spurningarmerki varðandi mótið á þessu ári varðandi hvernig dekkin koma til með að virka og keppnisáætlunin gæti orðið sú flóknasta á árinu", sagði Webber. „Mér hefur alltaf gengið þokkalega og margar af mínu bestu minningum í kappakstri eru þaðan. Þetta er braut sem reynir á, sem krefst ótrúlegrar einbeitingar og ró ökumanns alla mótshelgina, alveg frá æfingum á fimmtudag. Strandlengjan er er stórbrotinn og klettarnir eru ótrúlegur bakgrunnur einnar þekktustu brautar heims. Brautin er engri lík", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 118 stig, Hamilton er með 77, Webber 77, Jenson Button 67 og Fernando Alonso 51. „Það er óvenjulegt að keyra Formúlu 1 bíl í Mónakó. Brautin er einstök og einstakt verkefni fyrir ökumann. Maður verður að keyra eins stíft og á venjulegri braut, en minnstu mistök geta verið dýrkeypt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull um næsta verkefni sitt í Formúlu 1, en hann æfir á Mónakó brautinni ásamt keppinautum sínum á fimmtudaginn. Brautin er afmörkuð á götum Mónakó og lokuð almennri umferð á meðan hún er í notkum fyrir Formúlu 1. „Það er mikilvægt að ná góðum stað á ráslínu og það getur ráðið úrslitum, þar sem það hefur verið mjög erfitt að fara framúr. Þetta er einn af hápunktum ársins. Við náðum góðum árangri í fyrra og ég vona að við verðum sterkir á ný", sagði Vettel, sem gat þess líka að vandasamt væri að keyra í tímatökum. Brautin er þröng og þegar margir keppnisbílar keyra hana í einu, getur verið erfitt að hitta á rétta tímasetningu fyrir hraðann hring, án þess að keppinautar séu í veginum. Webber telur að keppnisáætlanir gæti orðið flóknar í Mónakó í ár, vegna nýju Pirelli dekkjanna, sem slitna hraðar og öðruvísi en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. „Við vitum að þetta er ein virtasta keppni ársins. Það eru mörg spurningarmerki varðandi mótið á þessu ári varðandi hvernig dekkin koma til með að virka og keppnisáætlunin gæti orðið sú flóknasta á árinu", sagði Webber. „Mér hefur alltaf gengið þokkalega og margar af mínu bestu minningum í kappakstri eru þaðan. Þetta er braut sem reynir á, sem krefst ótrúlegrar einbeitingar og ró ökumanns alla mótshelgina, alveg frá æfingum á fimmtudag. Strandlengjan er er stórbrotinn og klettarnir eru ótrúlegur bakgrunnur einnar þekktustu brautar heims. Brautin er engri lík", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira