Schumacher og Rosberg njóta þess að keppa í furstadæminu Mónakó 23. maí 2011 14:13 Michael Schumacher og Nico Rosberg á Katalóníu brautinni í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni. Brautin í Mónakó er 3.340 km að lengd og bílar með Mercedes vélar hafa unnið mótið sjö sinnum. Rosberg býr í Mónakó og verður því að heimavelli, en Schumacher hefur unnið mótið í Mónakó fimm sinnum, síðast 2001. Báðir ökumenn njóta þess að keyra brautina. „Mónakó hefur verið ein af mínum uppáhaldsbrautum og ég elska að keyra þar. Brautin er að vissu leyti tímaskekkja, þar sem við hugsum mikið um öryggi, en keppnin er svo sérstök á Formúlu 1 dagatalinu, að við látum okkur hafa það", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Það hlýtur að vera frábært fyrir áhorfendur að vera nálægt bílunum og upplifa kraftinn. Helgin var jákvæð hjá okkur í Barcelona (á Katalóníu brautinni), þannig að ég vona að við getum haldið þeirri þróun áfram í Mónakó. Það er erfitt að spá fyrirfram hvernig bíllinn kemur til með að virka, þar sem þetta er óvenjuleg braut og við verðum að bíða og sjá." Rosberg býr í Móankó og þekkir því staðhætti þar vel. „Keppnin í Mónakó er alltaf spennandi mótshelgi hjá mér. Þetta er heimavöllur minn og ég keyri fyrir framn fjölskyldu mína og vini. Gamli skólinn minn er rétt hjá þjónustusvæðinu", sagði Rosberg um mótið um næstu helgi. „Ég elska líka að keyra brautina, þar sem maður þarf að keyra af mikilli ákveðni, en líka nákvæmni. Það er ævintýri að keyra undirgöngin á 280 km hraða. Maður er svo nálægt vegriðunum að maður finnur fyrir því hvað bílarnir eru fljótir. Það er möguleiki á meiri spennu en nokkurn tíma áður í ár. Ef KERS-kerfið og DRS (stillanlegur afturvængur) bjóða upp á framúrakstur, þá verður það frábært fyrir áhorfendur", sagði Rosberg. Fyrstu æfingar á Mónakó brautinni verða á fimmutdaginn, en það er hefð, fremur en að keyra á föstudögum. Lokaæfing og tímatakan er síðan á laugardag og kappaksturinn á sunnudaginn. Formúla Íþróttir Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni. Brautin í Mónakó er 3.340 km að lengd og bílar með Mercedes vélar hafa unnið mótið sjö sinnum. Rosberg býr í Mónakó og verður því að heimavelli, en Schumacher hefur unnið mótið í Mónakó fimm sinnum, síðast 2001. Báðir ökumenn njóta þess að keyra brautina. „Mónakó hefur verið ein af mínum uppáhaldsbrautum og ég elska að keyra þar. Brautin er að vissu leyti tímaskekkja, þar sem við hugsum mikið um öryggi, en keppnin er svo sérstök á Formúlu 1 dagatalinu, að við látum okkur hafa það", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Það hlýtur að vera frábært fyrir áhorfendur að vera nálægt bílunum og upplifa kraftinn. Helgin var jákvæð hjá okkur í Barcelona (á Katalóníu brautinni), þannig að ég vona að við getum haldið þeirri þróun áfram í Mónakó. Það er erfitt að spá fyrirfram hvernig bíllinn kemur til með að virka, þar sem þetta er óvenjuleg braut og við verðum að bíða og sjá." Rosberg býr í Móankó og þekkir því staðhætti þar vel. „Keppnin í Mónakó er alltaf spennandi mótshelgi hjá mér. Þetta er heimavöllur minn og ég keyri fyrir framn fjölskyldu mína og vini. Gamli skólinn minn er rétt hjá þjónustusvæðinu", sagði Rosberg um mótið um næstu helgi. „Ég elska líka að keyra brautina, þar sem maður þarf að keyra af mikilli ákveðni, en líka nákvæmni. Það er ævintýri að keyra undirgöngin á 280 km hraða. Maður er svo nálægt vegriðunum að maður finnur fyrir því hvað bílarnir eru fljótir. Það er möguleiki á meiri spennu en nokkurn tíma áður í ár. Ef KERS-kerfið og DRS (stillanlegur afturvængur) bjóða upp á framúrakstur, þá verður það frábært fyrir áhorfendur", sagði Rosberg. Fyrstu æfingar á Mónakó brautinni verða á fimmutdaginn, en það er hefð, fremur en að keyra á föstudögum. Lokaæfing og tímatakan er síðan á laugardag og kappaksturinn á sunnudaginn.
Formúla Íþróttir Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti