Kerin full af ösku - fleiri hundruð kíló af bleikju drapst Hafsteinn Hauksson skrifar 23. maí 2011 13:07 Mynd úr safni Um tvö til þrjúhundruð kíló af bleikjum hafa drepist í fiskeldi nálægt gosstöðvunum. Starfsmenn sjá vart í kerin fyrir ösku, svo heildartjónið kemur ekki í ljós fyrr en rofa tekur til. Fiskeldi hefur verið í grennd við Kirkjubæjarklaustur lungann úr síðasta áratug, en þar eru um fjörutíu til fimmtíu tonn af bleikju um þessar mundir. Birgir Þórisson, rekstrarstjóri Klausturbleikju, segist aldrei hafa órað fyrir ástandinu sem nú ríkir á svæðinu, en þar reyna menn nú að bjarga því sem bjargað verður. „Við erum trúlega á einum versta staðnum hérna, þar sem askan er mest," segir Birgir, en eldisstöðvarnar eru um 20 kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segist vita til þess að nokkuð magn af fiski hafi þegar drepist. „Ég var að reyna að skjóta á þetta í morgun; þetta eru allavega um tvö til þrjúhundruð kíló sem við erum búnir að missa, en það er náttúrulega peanuts miðað við það sem við erum með. Við vitum þó raunverulega ekkert, það er þetta óvissuástand sem er erfiðast hjá okkur. Það er svo óhreint vatnið í kerjunum að við vitum ekki hvaða áhrif þetta kann að hafa." Hann segir að heildartjónið komi því ekki í ljós fyrr en að einhverjum dögum liðnum. Hann veit þó lítið við hverju á að búast. „Það er lítill flúor í þessu, svo eitrunaráhrifin eru ekki mikil, eftir því sem dýralæknir segir mér. En það er spurning hvað þetta varir lengi og hvaða áhrif þetta hefur. Askan er farin að skafa í skafla, og maður veit ekki hvort þetta getur valdið stíflunum. Þetta er óvissa. En 99% er lifandi ennþá. Við erum nokkuð ánægðir með það. Helstu fréttir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Um tvö til þrjúhundruð kíló af bleikjum hafa drepist í fiskeldi nálægt gosstöðvunum. Starfsmenn sjá vart í kerin fyrir ösku, svo heildartjónið kemur ekki í ljós fyrr en rofa tekur til. Fiskeldi hefur verið í grennd við Kirkjubæjarklaustur lungann úr síðasta áratug, en þar eru um fjörutíu til fimmtíu tonn af bleikju um þessar mundir. Birgir Þórisson, rekstrarstjóri Klausturbleikju, segist aldrei hafa órað fyrir ástandinu sem nú ríkir á svæðinu, en þar reyna menn nú að bjarga því sem bjargað verður. „Við erum trúlega á einum versta staðnum hérna, þar sem askan er mest," segir Birgir, en eldisstöðvarnar eru um 20 kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segist vita til þess að nokkuð magn af fiski hafi þegar drepist. „Ég var að reyna að skjóta á þetta í morgun; þetta eru allavega um tvö til þrjúhundruð kíló sem við erum búnir að missa, en það er náttúrulega peanuts miðað við það sem við erum með. Við vitum þó raunverulega ekkert, það er þetta óvissuástand sem er erfiðast hjá okkur. Það er svo óhreint vatnið í kerjunum að við vitum ekki hvaða áhrif þetta kann að hafa." Hann segir að heildartjónið komi því ekki í ljós fyrr en að einhverjum dögum liðnum. Hann veit þó lítið við hverju á að búast. „Það er lítill flúor í þessu, svo eitrunaráhrifin eru ekki mikil, eftir því sem dýralæknir segir mér. En það er spurning hvað þetta varir lengi og hvaða áhrif þetta hefur. Askan er farin að skafa í skafla, og maður veit ekki hvort þetta getur valdið stíflunum. Þetta er óvissa. En 99% er lifandi ennþá. Við erum nokkuð ánægðir með það.
Helstu fréttir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira