Tyrkneski landsliðsmaðurinn Nuri Sahin hefur kosinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á þessu tímabili af leikmönnum deildarinnar en Kicker greindi frá þessu í dag.
Nuri Sahin fór á kostum á miðju Borussia Dortmund sem vann þýska meistaratitilinn og hann lék svo vel að Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er búinn að kaupa hann til spænska liðsins. Sahin gerði sex ára samning við Real Madrid.
Sahin fékk 46,1 prósent atkvæða í kjörinu en í öðru sæti var félagi hans í Dortmund, Mario Goetze. Sílebúinn Arturo Vidal hjá Bayer Leverkusen endaði í 3. sæti en fjórði var Arjen Robben hjá Bayern Munchen.
Ásgeir Sigurvinsson fékk samskonar verðlaun árið 1984 þegar hann fór á kostum þegar Stuttgart varð þýskur meistari.
Nýi Real Madrid maðurinn valinn bestur í þýsku deildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Gæti fengið átta milljarða króna
Formúla 1


Yamal tekur óhræddur við tíunni
Fótbolti

Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið
Íslenski boltinn