Kolniðamyrkur á Kirkjubæjarklaustri: Ótrúlega furðuleg tilfinning Boði Logason skrifar 23. maí 2011 10:03 Guðmundur Vignir tók þessa mynd í morgun. Mikið myrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri. Mynd/GVS „Ég held að enginn geri sér grein fyrir því hvernig það er að lenda í þessu, þetta er rosaleg upplifun," segir Guðmundur Vignir Steinsson, sem rekur N1 og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Kolniðamyrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri en mikil aska hefur fallið til jarðar eftir að eldgosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. „Það hefur verið kolniðamyrkur frá því í gær, það birti reyndar til um klukkan fjögur síðdegis í gær en það hefur eiginlega bara verið myrkur frá því í gærkvöldi. Núna sé ég rétt út á bensíndæluna sem er bara nokkrum metrum frá húsinu," segir Guðmundur Vignir. Hann segir að mikið ryk og mikil drulla sé inni í veitingaskálnum. „Það var allt skúrað og þrifið hérna klukkan átta í morgun en það er allt orðið eins aftur, ef þú leggur puttann á hillu eða borð þá kemur far, þetta er algjör viðbjóður." Hann segir að það hafi verið furðuleg upplifun að vakna í morgun og ekki sjá nema nokkra metra fram fyrir sig. „Það lá við að maður sagði bara góða kvöldið við viðskiptavinina í morgun," segir hann og hlær. „Þetta er eins og að upplifa desembermánuð í endann maí, ótrúlega furðuleg tilfinning." Hann segir að það hafi ekki komið margir viðskiptavinir í búðina hjá sér síðan gosið hófst. „Það er náttúrlega mikið af björgunarsveitarliði sem kemur og við reynum að búa til samlokur og súpur handa þeim," segir hann að lokum. Helstu fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
„Ég held að enginn geri sér grein fyrir því hvernig það er að lenda í þessu, þetta er rosaleg upplifun," segir Guðmundur Vignir Steinsson, sem rekur N1 og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Kolniðamyrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri en mikil aska hefur fallið til jarðar eftir að eldgosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. „Það hefur verið kolniðamyrkur frá því í gær, það birti reyndar til um klukkan fjögur síðdegis í gær en það hefur eiginlega bara verið myrkur frá því í gærkvöldi. Núna sé ég rétt út á bensíndæluna sem er bara nokkrum metrum frá húsinu," segir Guðmundur Vignir. Hann segir að mikið ryk og mikil drulla sé inni í veitingaskálnum. „Það var allt skúrað og þrifið hérna klukkan átta í morgun en það er allt orðið eins aftur, ef þú leggur puttann á hillu eða borð þá kemur far, þetta er algjör viðbjóður." Hann segir að það hafi verið furðuleg upplifun að vakna í morgun og ekki sjá nema nokkra metra fram fyrir sig. „Það lá við að maður sagði bara góða kvöldið við viðskiptavinina í morgun," segir hann og hlær. „Þetta er eins og að upplifa desembermánuð í endann maí, ótrúlega furðuleg tilfinning." Hann segir að það hafi ekki komið margir viðskiptavinir í búðina hjá sér síðan gosið hófst. „Það er náttúrlega mikið af björgunarsveitarliði sem kemur og við reynum að búa til samlokur og súpur handa þeim," segir hann að lokum.
Helstu fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira