Vettel ánægður eftir erfiðan dag 22. maí 2011 18:51 Silfurverðlaunahafinn Lewis Hamilton hjá McLaren, Peter Prodromou einn af yfirmönnunum hjá Red Bull, Sebastian Vettel, sigurvegarinn í dag með Red Bull og Jenson Button hjá McLaren, sem varð þriðji í dag á verðlaunapallinum á Katalóníu brautinni. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 ár þessu keppnistímabili í dag, eftir harða keppni við Lewis Hamilton á McLaren allt til loka mótsins á Katalóníu brautinni á Spáni. Munaði aðeins 0.630 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Heimamaðurinn Fernando Alonso náði þó forystu í mótinu, eftir að hafa stokkið úr fjórða sæti í það fyrsta fyrir fyrstu beygju, eftir ræsinguna. „Þetta var nokkuð erfitt í dag. Í upphafi mótsins taldi ég að ég hefði náð að ræsa vel af stað. Ég skil ekki hvaðan Fernando kom! Hann ræsti af stað á eftir mér, 16 metrum á eftir og hann var orðinn samhliða mér hálfa leið að fyrstu beygju. Hann komst inn fyrir Mark, ég fór að utanverðu og Alonso var kominn í fyrsta sæti í fyrstu beygju", sagði Vettel um upphaf mótsins í dag. Baráttan um sigur á Katalóníu brautinni þróaðist út í slag á milli Lewis Hamilton og Vettel, eftir að Alonso hafði tekið þjónustuhlé í tuttugasta hring. En Vettel komst í forystuhlutverkið í 24 hring, þegar hann og Hamilton höfðu báðir tekið 2 þjónustuhlé, en þeir tóku í heildina 4 þjónustuhlé hvor í keppninnni. „Allir vildu nota mjúku dekkin í upphafi og helmingur mótsins var á hörðu dekkjunum. McLaren menn virtust mjög sterkir og voru með aðra keppnisáætlun, sem færðu þeim annað sætið á eftir okkur." „Eftir það vissi ég að þetta yrði mjög, mjög jafnt og í síðustu 10 hringjunum leið mér eins og í mótinu í Kína. Ég var að missa dekkjagrip og bað þess að það sama væri að gerast hjá Lewis, því hann virtist vera að ná mér. Þeir virtust fljótari, sérstaklega á síðasta tímatökusvæðinu. Í lok beina kaflans var hann í speglunum hjá mér og ég vissi ekki hvort ég átti að verjast eður ei. Þetta var jafnt, en í tveimur síðustu hringjunum náði ég að halda þetta út í tveimur síðustu hringjunum." „Kers-kerfið var af og á, sem þýddi að ég var að spila mikið á að stilla bremsuátakið (á milli fram og afturhjóla). McLaren og þá sérstaklega Lewis var okkur erfiður. Það er léttir að fara yfir endamarkslínuna og vita að þú hefur náð settu marki. Ég er mjög, mjög ánægður. Þetta eru frábær úrslit, og góð staðfesting á að við erum sterkir. En eins og við var að búast er McLaren og Ferrari að gera okkur erfitt fyrir og pressa stíft. Ég er mjög ánægður í dag", sagði Vettel. Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 ár þessu keppnistímabili í dag, eftir harða keppni við Lewis Hamilton á McLaren allt til loka mótsins á Katalóníu brautinni á Spáni. Munaði aðeins 0.630 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Heimamaðurinn Fernando Alonso náði þó forystu í mótinu, eftir að hafa stokkið úr fjórða sæti í það fyrsta fyrir fyrstu beygju, eftir ræsinguna. „Þetta var nokkuð erfitt í dag. Í upphafi mótsins taldi ég að ég hefði náð að ræsa vel af stað. Ég skil ekki hvaðan Fernando kom! Hann ræsti af stað á eftir mér, 16 metrum á eftir og hann var orðinn samhliða mér hálfa leið að fyrstu beygju. Hann komst inn fyrir Mark, ég fór að utanverðu og Alonso var kominn í fyrsta sæti í fyrstu beygju", sagði Vettel um upphaf mótsins í dag. Baráttan um sigur á Katalóníu brautinni þróaðist út í slag á milli Lewis Hamilton og Vettel, eftir að Alonso hafði tekið þjónustuhlé í tuttugasta hring. En Vettel komst í forystuhlutverkið í 24 hring, þegar hann og Hamilton höfðu báðir tekið 2 þjónustuhlé, en þeir tóku í heildina 4 þjónustuhlé hvor í keppninnni. „Allir vildu nota mjúku dekkin í upphafi og helmingur mótsins var á hörðu dekkjunum. McLaren menn virtust mjög sterkir og voru með aðra keppnisáætlun, sem færðu þeim annað sætið á eftir okkur." „Eftir það vissi ég að þetta yrði mjög, mjög jafnt og í síðustu 10 hringjunum leið mér eins og í mótinu í Kína. Ég var að missa dekkjagrip og bað þess að það sama væri að gerast hjá Lewis, því hann virtist vera að ná mér. Þeir virtust fljótari, sérstaklega á síðasta tímatökusvæðinu. Í lok beina kaflans var hann í speglunum hjá mér og ég vissi ekki hvort ég átti að verjast eður ei. Þetta var jafnt, en í tveimur síðustu hringjunum náði ég að halda þetta út í tveimur síðustu hringjunum." „Kers-kerfið var af og á, sem þýddi að ég var að spila mikið á að stilla bremsuátakið (á milli fram og afturhjóla). McLaren og þá sérstaklega Lewis var okkur erfiður. Það er léttir að fara yfir endamarkslínuna og vita að þú hefur náð settu marki. Ég er mjög, mjög ánægður. Þetta eru frábær úrslit, og góð staðfesting á að við erum sterkir. En eins og við var að búast er McLaren og Ferrari að gera okkur erfitt fyrir og pressa stíft. Ég er mjög ánægður í dag", sagði Vettel.
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira