Keflavíkurflugvöllur opinn til sjö Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. maí 2011 06:12 Þessi mynd var tekin þegar flogið var yfir gosstöðvarnar í gærkvöld. Mynd/ Egill Aðalsteinsson. Keflavíkurflugvöllur verður opinn fram til klukkan sjö og þá verður staðan metin að nýju. Sama gildir um innanlandsflug. Staðan fyrir daginn verður svo metin aftur eftir það. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi frá sér nú í nótt. Eldgos hófst í Grímsvötnum um klukkan sjö í gærkvöld og var samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð samstundis virkjuð vegna hennar. Gosmökkurinn sást í gærkvöld frá Kirkjubæjarklaustri, Vík, Skaftafelli og víða á Suðurlandi og frá Reykjavík. Mökkurinn náði fljótlega mikilli hæð og um miðnætti var hann kominn í 19 til 20 kílómetra hæð. Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í gærkvöldi og virðist gosið mun öflugra en gosið árið 2004. Vart hefur orðið við öskufall víða á Suðurlandi. Borist hafa upplýsingar um öskufall allt frá Vík í Mýrdal að Höfn í Hornafirði. Gert er ráð fyrir að öskufall verði mest til suðausturs en einnig í suður. Seinni part nætur má jafnvel búast við smávægilegu öskufalli á austanverðu og suðvestanverðu landinu. Um er að ræða basaltgos með nokkuð fíngerðri ösku. Íbúum svæðisins er bent á að kynna sér öskufallsbækling, sem hægt er að nálgast á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Öndunargrímur og öryggis- og varnargleraugum verður dreift til íbúa á svæðinu. Vegagerðin hefur lokað veginum yfir Skeiðarársand af öryggisástæðum og verður vegurinn vaktaður af lögreglunni. Aukafréttatími verður á Stöð 2 á hádegi í dag, sunnudag, vegna eldgossins. Þá verður sagt frá gangi mála, meðal annars flugsamgöngum, í morgunfréttum Bylgjunnar klukkan tíu. Að sjálfsögðu verður svo sagt frá öllu því helsta hér á Vísi allan daginn. Helstu fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur verður opinn fram til klukkan sjö og þá verður staðan metin að nýju. Sama gildir um innanlandsflug. Staðan fyrir daginn verður svo metin aftur eftir það. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi frá sér nú í nótt. Eldgos hófst í Grímsvötnum um klukkan sjö í gærkvöld og var samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð samstundis virkjuð vegna hennar. Gosmökkurinn sást í gærkvöld frá Kirkjubæjarklaustri, Vík, Skaftafelli og víða á Suðurlandi og frá Reykjavík. Mökkurinn náði fljótlega mikilli hæð og um miðnætti var hann kominn í 19 til 20 kílómetra hæð. Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í gærkvöldi og virðist gosið mun öflugra en gosið árið 2004. Vart hefur orðið við öskufall víða á Suðurlandi. Borist hafa upplýsingar um öskufall allt frá Vík í Mýrdal að Höfn í Hornafirði. Gert er ráð fyrir að öskufall verði mest til suðausturs en einnig í suður. Seinni part nætur má jafnvel búast við smávægilegu öskufalli á austanverðu og suðvestanverðu landinu. Um er að ræða basaltgos með nokkuð fíngerðri ösku. Íbúum svæðisins er bent á að kynna sér öskufallsbækling, sem hægt er að nálgast á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Öndunargrímur og öryggis- og varnargleraugum verður dreift til íbúa á svæðinu. Vegagerðin hefur lokað veginum yfir Skeiðarársand af öryggisástæðum og verður vegurinn vaktaður af lögreglunni. Aukafréttatími verður á Stöð 2 á hádegi í dag, sunnudag, vegna eldgossins. Þá verður sagt frá gangi mála, meðal annars flugsamgöngum, í morgunfréttum Bylgjunnar klukkan tíu. Að sjálfsögðu verður svo sagt frá öllu því helsta hér á Vísi allan daginn.
Helstu fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira