Landsliðskonan Edda Garðarsdóttir skoraði annað marka sænska liðsins Örebro sem vann góðan sigur á Hammarby, 2-1, í sænska boltanum í dag.
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir var einnig í byrjunarliði Örebro og þær léku allan leikinn fyrir sitt lið.
Örebro siglir lygnan sjó um miðja deild.
