Þar sem Phil Jackson er hættur að þjálfa LA Lakers er Bill Belichick, þjálfara NFL-liðsins New England Patriots, orðinn launahæsti þjálfarinn í Bandaríkjunum. Jackson var að fá um 8 milljónir dollara í árslaun.
Belichick er sagður fá um 7,5 milljónir dollara í árslaun. Tveir þjálfarar í NFL-deildinni fá 7 milljónir dollara á ári en það eru þeir Mike Shanahan hjá Washington og Pete Carroll hjá Seattle. Lovie Smith hjá Chicago fær síðan 6 milljónir í árslaun.
Doc Rivers hjá Boston er nú launahæstur þjálfara í NBA-deildinni með 7 milljónir dollara í árslaum. Gregg Popovich hjá San Antonio fær sex milljónir rétt eins og Mike D´Antoni hjá New York.
Það eru einnig miklar peningar hjá háskólaþjálfurum en þar eru til dæmi um að þjálfarar fái 4 milljónir dollara í árslaun.
Launahæstu þjálfararnir í bandarísku íþróttalífi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn