KA-menn tryggðu sér sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í fótbolta í sumar þegar þeir unnu ÍR-inga 2-0 í Boganum í kvöld. Leikurinn var spilaður innanhúss vegna slæmra veður- og vallaraðstæðna fyrir norðan.
KA-menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í fyrstu umferðinni en ÍR-ingar höfðu farið vestur og unnið 2-1 sigur á BÍ/Bolungarvík.
Bandaríski framherjinn Daniel Jason Howell kom KA í 1-0 í fyrri hálfleik og ÍR-ingar urðu síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir klukkutíma leik. Howell bætti síðan öðru marki við og innsiglaði sigurinn.
ÍR-ingar fóru því þriðja árið í röð stigalausir heim en KA-menn hafa skorað ellefu mörk á móti ÍR í þremur leikjum liðanna fyrir norðan frá frá 2009.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net

