Fjöldi knattspyrnumanna í norsku úrvalsdeildinni er farinn í verkfall eftir að ekki tókst að ná samningum milli leikmannasamtakanna og félaganna í deildinni.
Um er að ræða almennar kjaraviðræður sem snúast um allt frá fríum leikmanna og upp í hvort þeir megi spila í hvað skóm sem er.
Alls eru 95 leikmenn farnir í verkfall og því verður ekki spilaður neinn fótbolti í Noregi um helgina.
