Hverjir eru bestir? 20. maí 2011 10:15 Amerískur spéfugl sneri eitt sinn út úr þekktu máltæki og sagði að þótt hægt væri að leiða mann að háskóla væri ekki hægt að láta hann hugsa. Amerískur spéfugl sneri eitt sinn út úr þekktu máltæki og sagði að þótt hægt væri að leiða mann að háskóla væri ekki hægt að láta hann hugsa. Í byrjun vikunnar vakti nokkra athygli könnun sem stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek vann fyrir tímaritið Frjálsa verslun, en í henni var mælistika lögð á framhaldsskóla í landinu. Í framhaldinu mátti víða sjá því slegið upp að Menntaskólinn í Reykjavík væri "bestur", enda fékk hann hæstu einkunn í samanburðinum. Tímaritið segir könnunina þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi, en slíkur samanburður sé algengur í öðrum löndum. Við lesturinn vaknar hins vegar spurningin um gagnsemi samanburðarins. Þótt ákveðin tegund menntaskóla í Reykjavík fái hæsta einkunn þegar bornir eru saman þættir á borð við menntun kennara, aðsókn í skólana, frammistöðu í raungreina- og tungumálakeppnum og þátttöku nemenda í ræðu- og spurningakeppnum er vandséð að með því sé skorið úr um gæði skólastarfsins. Hvað þá að samanburðurinn fái staðið undir fullyrðingum um að einhver skóli teljist bestur. Í umfjöllun tímaritsins benda skólastjórnendur raunar á hversu vafasamt sé að draga ályktanir af könnuninni. Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans í Hamrahlíð, tiltekur til dæmis að ekki sé horft til þátta á borð við viðmið námsskrár eða hvernig nemendum vegni í námi eða starfi að framhaldsskóla loknum. Eftir því sem næst verður komist sýnir nýjasta könnun sem gerð hefur verið á slíkum þáttum að hæst hlutfall útskriftarnemenda einstakra framhaldsskóla sem lokið hafi háskólanámi, eða séu langt komnir, komi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, eða um 85 prósent. Í öðru sæti í þeim samanburði er Verslunarskólinn og svo Menntaskólinn við Hamrahlíð í þriðja sæti. Besti skólinn hlýtur nefnilega að vera sá sem stendur sig best í því að koma sem flestum til manns. Virðisaukinn er fólginn í mismuninum á þeim hópi sem er innritaður í upphafi náms og þeim sem svo aftur útskrifast. Virðisaukinn er mestur þar sem tekist hefur að hjálpa þeim sem í upphafi stóðu höllum fæti í náminu þannig að þeir fái staðið sig vel og útskrifist með sóma. Virðisaukinn er lítill þar sem nýnemar eru upp til hópa afburðanemendur og halda áfram að vera það fram að útskrift. Þá má spyrja sig hvort ekki felist verðmæti í því samspili og blöndun þar sem ólíkir nemendur koma saman. Líka mætti halda því fram að stefna aðgreiningar og elítisma þar sem "afburðanemendum" er safnað í "bestu skólana" stuðli að þjóðfélagi stéttaskiptingar. Einsleitir hópar nemenda ala á skilningsleysi á aðstæðum annarra. Nær væri að auka gæði "elítuskólanna" með því að hjálpa þeim að breikka nemendahópinn og styðja þá til fjölbreyttara námsframboðs, eins og þekkist í mörgum þeirra skóla sem ekki komust hátt á lista Frjálsrar verslunar. Þá má kannski líta á þessa umræðu sem áminningu um þörfina á að yfirvöld menntamála í landinu láti gera heildstæða úttekt á námi í landinu þar sem dregnir verði fram kostir hvers skóla og nemendum sem komi úr grunnskóla gert auðveldara að velja nám við hæfi. Í öllu falli þarf að passa að hugsunina skorti ekki í samanburði á ólíkum skólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Amerískur spéfugl sneri eitt sinn út úr þekktu máltæki og sagði að þótt hægt væri að leiða mann að háskóla væri ekki hægt að láta hann hugsa. Amerískur spéfugl sneri eitt sinn út úr þekktu máltæki og sagði að þótt hægt væri að leiða mann að háskóla væri ekki hægt að láta hann hugsa. Í byrjun vikunnar vakti nokkra athygli könnun sem stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek vann fyrir tímaritið Frjálsa verslun, en í henni var mælistika lögð á framhaldsskóla í landinu. Í framhaldinu mátti víða sjá því slegið upp að Menntaskólinn í Reykjavík væri "bestur", enda fékk hann hæstu einkunn í samanburðinum. Tímaritið segir könnunina þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi, en slíkur samanburður sé algengur í öðrum löndum. Við lesturinn vaknar hins vegar spurningin um gagnsemi samanburðarins. Þótt ákveðin tegund menntaskóla í Reykjavík fái hæsta einkunn þegar bornir eru saman þættir á borð við menntun kennara, aðsókn í skólana, frammistöðu í raungreina- og tungumálakeppnum og þátttöku nemenda í ræðu- og spurningakeppnum er vandséð að með því sé skorið úr um gæði skólastarfsins. Hvað þá að samanburðurinn fái staðið undir fullyrðingum um að einhver skóli teljist bestur. Í umfjöllun tímaritsins benda skólastjórnendur raunar á hversu vafasamt sé að draga ályktanir af könnuninni. Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans í Hamrahlíð, tiltekur til dæmis að ekki sé horft til þátta á borð við viðmið námsskrár eða hvernig nemendum vegni í námi eða starfi að framhaldsskóla loknum. Eftir því sem næst verður komist sýnir nýjasta könnun sem gerð hefur verið á slíkum þáttum að hæst hlutfall útskriftarnemenda einstakra framhaldsskóla sem lokið hafi háskólanámi, eða séu langt komnir, komi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, eða um 85 prósent. Í öðru sæti í þeim samanburði er Verslunarskólinn og svo Menntaskólinn við Hamrahlíð í þriðja sæti. Besti skólinn hlýtur nefnilega að vera sá sem stendur sig best í því að koma sem flestum til manns. Virðisaukinn er fólginn í mismuninum á þeim hópi sem er innritaður í upphafi náms og þeim sem svo aftur útskrifast. Virðisaukinn er mestur þar sem tekist hefur að hjálpa þeim sem í upphafi stóðu höllum fæti í náminu þannig að þeir fái staðið sig vel og útskrifist með sóma. Virðisaukinn er lítill þar sem nýnemar eru upp til hópa afburðanemendur og halda áfram að vera það fram að útskrift. Þá má spyrja sig hvort ekki felist verðmæti í því samspili og blöndun þar sem ólíkir nemendur koma saman. Líka mætti halda því fram að stefna aðgreiningar og elítisma þar sem "afburðanemendum" er safnað í "bestu skólana" stuðli að þjóðfélagi stéttaskiptingar. Einsleitir hópar nemenda ala á skilningsleysi á aðstæðum annarra. Nær væri að auka gæði "elítuskólanna" með því að hjálpa þeim að breikka nemendahópinn og styðja þá til fjölbreyttara námsframboðs, eins og þekkist í mörgum þeirra skóla sem ekki komust hátt á lista Frjálsrar verslunar. Þá má kannski líta á þessa umræðu sem áminningu um þörfina á að yfirvöld menntamála í landinu láti gera heildstæða úttekt á námi í landinu þar sem dregnir verði fram kostir hvers skóla og nemendum sem komi úr grunnskóla gert auðveldara að velja nám við hæfi. Í öllu falli þarf að passa að hugsunina skorti ekki í samanburði á ólíkum skólum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun