Eldstöðin sofnuð og tiltektin langt komin 30. maí 2011 11:51 Hreinsunarstarf er langt komið Mynd: Stefán Karlsson Eldstöðin í Grímsvötnum hefur ekkert bært á sér í rúma tvo sólarhringa og bendir nú flest til þess að gosinu hafi lokið á laugardagsmorgun. Í Skaftárhreppi er hreinsunarstarf langt komið en þó eru enn nokkrir dagar í að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri verði opnuð. Síðustu merki um eldsumbrotin í Grímsvötnum sáust á jarðskjálftamæli á Grímsfjalli klukkan sjö á laugardagsmorgni en eftir það hefur enginn órói komið fram á mælum. Þá hafði mjög dregið úr gosinu og virðist því raunar að mestu hafa lokið á fimmtudeginum. Svo heppilega vildi til að kraftmiklar norðan og norðaustanáttir dagana á undan höfðu þá blásið út á haf stórum hluta öskunnar sem féll í byggð. Fyrir helgi tóku svo við rigingar á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum sem hjálpuðu enn betur til við að skola öskunni burt. Heimamenn ásamt fjölda fólks úr öðrum landshlutum, þar á meðal slökkviliðsmönnum, hafa síðan verið að hreinsa til í kringum hýbýli fólks, stofnanir og fyrirtæki. Anton Kári Halldórsson, byggingarfulltrúi Skaftárhrepps, sagði nú fyrir hádegi að hreinsunarstarf væri langt komið, en einn slökkviliðsbíll, frá Reykjavíkurflugvelli, væri að fara yfir það sem eftir væri. Þó væru einn einhverjir dagar í að hreinsun sundlaugarinnar á Klaustri lyki og fara þyrfti með myndavél í gegnum götulagnir sem væru sumar enn stíflaðar af ösku. Þrátt fyrir að horfur séu nú betri, en leit út fyrir eftir fyrstu sólarhringa gossins, sjá Skaftfellingar fram á að glíma við öskuryk í lofti næstu vikur og mánuði, enda mikil aska í túnum og á heiðum. Þannig mældist svifryk á Klaustri um tíma í morgun yfir 100 míkrógrömm á rúmmetra, sem þýðir að loftgæðin voru slæm fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma, en ástandið lagaðist þó á ný fyrir hádegi. Helstu fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Segir það ekki óeðlilegt að fólk vilji sæti við borðið Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
Eldstöðin í Grímsvötnum hefur ekkert bært á sér í rúma tvo sólarhringa og bendir nú flest til þess að gosinu hafi lokið á laugardagsmorgun. Í Skaftárhreppi er hreinsunarstarf langt komið en þó eru enn nokkrir dagar í að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri verði opnuð. Síðustu merki um eldsumbrotin í Grímsvötnum sáust á jarðskjálftamæli á Grímsfjalli klukkan sjö á laugardagsmorgni en eftir það hefur enginn órói komið fram á mælum. Þá hafði mjög dregið úr gosinu og virðist því raunar að mestu hafa lokið á fimmtudeginum. Svo heppilega vildi til að kraftmiklar norðan og norðaustanáttir dagana á undan höfðu þá blásið út á haf stórum hluta öskunnar sem féll í byggð. Fyrir helgi tóku svo við rigingar á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum sem hjálpuðu enn betur til við að skola öskunni burt. Heimamenn ásamt fjölda fólks úr öðrum landshlutum, þar á meðal slökkviliðsmönnum, hafa síðan verið að hreinsa til í kringum hýbýli fólks, stofnanir og fyrirtæki. Anton Kári Halldórsson, byggingarfulltrúi Skaftárhrepps, sagði nú fyrir hádegi að hreinsunarstarf væri langt komið, en einn slökkviliðsbíll, frá Reykjavíkurflugvelli, væri að fara yfir það sem eftir væri. Þó væru einn einhverjir dagar í að hreinsun sundlaugarinnar á Klaustri lyki og fara þyrfti með myndavél í gegnum götulagnir sem væru sumar enn stíflaðar af ösku. Þrátt fyrir að horfur séu nú betri, en leit út fyrir eftir fyrstu sólarhringa gossins, sjá Skaftfellingar fram á að glíma við öskuryk í lofti næstu vikur og mánuði, enda mikil aska í túnum og á heiðum. Þannig mældist svifryk á Klaustri um tíma í morgun yfir 100 míkrógrömm á rúmmetra, sem þýðir að loftgæðin voru slæm fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma, en ástandið lagaðist þó á ný fyrir hádegi.
Helstu fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Segir það ekki óeðlilegt að fólk vilji sæti við borðið Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira