Alonso ætlaði að sækja til sigurs 30. maí 2011 08:36 Fernando Alonso á fréttamannafundinum í Mónakó í gær eftir kappaksturinn. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Fernando Alonso varð annar í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í gær á Ferrari, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á McLaren á lokasprettinum. Hann hugðist sækja til sigurs, en óhapp í lok mótsins varð til þess að það gekk ekki upp. Alonso er núna fimmti í stigamóti ökumanna, en Vettel efstur eftir fimm sigra í sex mótum. Jamie Alguersuari á Torro Rosso og Vitaly Petrov stöðvuðust í brautinni eftir árekstur og kalla þurfti út öryggisbílinn. Þetta þýddi að sókn Alonso á Vettel stöðvaðist á meðan hlé var gert á keppninni og Vettel gat skipt um dekk, sem voru orðinn slitinn. Hann hafði telft á tæpasta vað varðandi dekkjanotkun, en hafði samt náð að halda aftur af Alonso sem var á minna slitnum dekkjum. Alonso hugði gott til glóðarinnar hvað þetta varðar á lokasprettinum. Alonso var engu að síður ánægður með árangur hans og Ferrari og sagði þetta á fréttamannafundi í gær. „Við ræstum fjórðu af stað og þetta er besti árangurinn á árinu. Við vorum í þriðja sæti í Tyrklandi og í öðru hérna. Þetta var því góð helgi. Við vorum fljótir á fimmtudag og fljótir í tímatökunni og í keppninni", sagði Alonso. Alonso sagði að lið hans hefði verið heppið þegar kalla þurfti út öryggisbílinn fyrr í keppninni vegna óhapps, því annars hefði Button kannski verið á leið til sigurs. Sjálfur hefði hann þá aðeins átt möguleika á þriðja sæti. Hann taldi því sig hafa grætt sæti á fyrra óhappinu, en síðan hefði hann hugsanlega tapað af mögulegum sigri, þegar öryggisbíllinn kom út í seinna skiptið. Aðspurður um hvort hann hefði ætlað að sækja að Vettel á lokasprettinum sagði Alonso: „Að sjálfsögðu. Ég hafði engu að tapa. Ég er ekki í forystu í stigamótinu og vildi því reyna að sigra. Ef við lendum í árekstri, þá lendum við í árekstri", sagði Alonso. Alonso sagði líka að síðustu vikur hefðu verið Ferrari erfiðar og að liðið hefði þurft á hagstæðum úrslitum að halda og mótshelgin í Mónakó hefði verið hvatning fyrir liðið. Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso varð annar í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í gær á Ferrari, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á McLaren á lokasprettinum. Hann hugðist sækja til sigurs, en óhapp í lok mótsins varð til þess að það gekk ekki upp. Alonso er núna fimmti í stigamóti ökumanna, en Vettel efstur eftir fimm sigra í sex mótum. Jamie Alguersuari á Torro Rosso og Vitaly Petrov stöðvuðust í brautinni eftir árekstur og kalla þurfti út öryggisbílinn. Þetta þýddi að sókn Alonso á Vettel stöðvaðist á meðan hlé var gert á keppninni og Vettel gat skipt um dekk, sem voru orðinn slitinn. Hann hafði telft á tæpasta vað varðandi dekkjanotkun, en hafði samt náð að halda aftur af Alonso sem var á minna slitnum dekkjum. Alonso hugði gott til glóðarinnar hvað þetta varðar á lokasprettinum. Alonso var engu að síður ánægður með árangur hans og Ferrari og sagði þetta á fréttamannafundi í gær. „Við ræstum fjórðu af stað og þetta er besti árangurinn á árinu. Við vorum í þriðja sæti í Tyrklandi og í öðru hérna. Þetta var því góð helgi. Við vorum fljótir á fimmtudag og fljótir í tímatökunni og í keppninni", sagði Alonso. Alonso sagði að lið hans hefði verið heppið þegar kalla þurfti út öryggisbílinn fyrr í keppninni vegna óhapps, því annars hefði Button kannski verið á leið til sigurs. Sjálfur hefði hann þá aðeins átt möguleika á þriðja sæti. Hann taldi því sig hafa grætt sæti á fyrra óhappinu, en síðan hefði hann hugsanlega tapað af mögulegum sigri, þegar öryggisbíllinn kom út í seinna skiptið. Aðspurður um hvort hann hefði ætlað að sækja að Vettel á lokasprettinum sagði Alonso: „Að sjálfsögðu. Ég hafði engu að tapa. Ég er ekki í forystu í stigamótinu og vildi því reyna að sigra. Ef við lendum í árekstri, þá lendum við í árekstri", sagði Alonso. Alonso sagði líka að síðustu vikur hefðu verið Ferrari erfiðar og að liðið hefði þurft á hagstæðum úrslitum að halda og mótshelgin í Mónakó hefði verið hvatning fyrir liðið.
Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira