Petrov búinn að jafna sig eftir óhapp í mótinu í Mónakó 7. júní 2011 17:50 Starfsmenn á Mónakó brautinni huga að Vitaly Petrov. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Vitaly Petrov hjá Renault liðinu er búinn að jafna sig eftir óhapp sem hann varð fyrir í keppninni í Mónakó á dögunum. Stöðva þurfti keppnina á meðan hugað var að Petrov, sem varð fyrir hnjaski og bíll hans stöðvaðist í brautinni, auk fleiri bíla. Petrov segir að hann hafi verið í slag um fjórða sætið í Mónakó, áður en að óhappinu kom. „Líkamlega er ég í góðu lagi. Mér líður betur en eftir keppnina í Mónakó. Ökklin er í lagi og ég á ekki von á vandamálum hér í Kanada", sagði Petrov í fréttatilkynningu frá Renault. Hann keppir í Montreal í Kanada um helgina ásamt liðsfélaga sínum Nick Heidfeld. Sergio Perez lenti einnig í óhappi í Mónakó, í tímatökunni og læknar FIA munu skoða hann sérstaklega fyrir keppnina í Kanada, en hann fékk m.a. heilahristing og keppti ekki á sunnudeginum í Mónakó af þeim sökum. Petrov keppti í Montreal í fyrra, en segist ekki þekkja brautina vel og erfitt sé að keppa á brautinni. Bridgestone dekkin hafa slitnað mikið í fyrra, en hann vonist eftir annars konar eiginleikum frá Pirelli í ár. En gæta þurfi að dekkjasliti á brautinni, engu að síður. „Við verðum að komast á leiðarenda og ná í stig, við vitum að við getum það. Við vitum að bíll okkar er mjög fljótur og við verðum því að fækka mistökum og þannig næst árangur", sagði Petrov um mótið í Montreal. Heidfeld telur að reynslan af mótinu í Mónakó mun nýtast í Montreal, en árangur í tímatökum er mikilvægur fyrir Renault ætlið liðið að ná betri árangri. „Þetta er atriði sem ég einbeiti mér að með liðinu, til að hámarka möguleika okkar. Ég tel að frammistaða mín í mótum sé eins góð og möguleg er og það hefur fært okkur stig. Tímatakan er mikilvæg á öllum Formúlu 1 brautum", sagði Heidfeld, en það háði honum í Mónakó að hann var ekki framarlega á ráslínu. Heidfeld náði sextánda besta tíma í tímatökunni. Heidfeld telur að beinir kaflar á Montreal brautinni muni koma Renault liðinu til góða og mótið verði ólíkt mótinu í Mónakó af þeim sökum. Heidfeld hefur náð öðru sæti í keppni Kanada, en það var árið 2008 þegar Robert Kubica vann mótið á BMW Sauber. Heidfeld fyllir skarð Kubica hjá Renault, en hann meiddist í rallkeppni í vetur og gat því ekki keppt í Formúlu 1. Heidfeld er í sjötta sæti í stigamótinu eftir fyrstu sex mót ársins. „Það er markmið sem ég setti mér fyrir tveimur mótum síðan og það er gott að hafa náð þessu skammtíma markmiði. Ég er á undan Nico (Rosberg) og Felipe (Massa) þannig að það er hvatning fyrir mig. Ég er nokkuð langt frá Fernando (Alonso), en tímabilið er langt og markmið mitt er að færast ofar. Það er þó mikilvægast að læra á bílinn, bæta hann og gengi liðsins. Um leið og það gerist aukast möguleika á fleiri stigum", sagði Heidfeld. Formúla Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Vitaly Petrov hjá Renault liðinu er búinn að jafna sig eftir óhapp sem hann varð fyrir í keppninni í Mónakó á dögunum. Stöðva þurfti keppnina á meðan hugað var að Petrov, sem varð fyrir hnjaski og bíll hans stöðvaðist í brautinni, auk fleiri bíla. Petrov segir að hann hafi verið í slag um fjórða sætið í Mónakó, áður en að óhappinu kom. „Líkamlega er ég í góðu lagi. Mér líður betur en eftir keppnina í Mónakó. Ökklin er í lagi og ég á ekki von á vandamálum hér í Kanada", sagði Petrov í fréttatilkynningu frá Renault. Hann keppir í Montreal í Kanada um helgina ásamt liðsfélaga sínum Nick Heidfeld. Sergio Perez lenti einnig í óhappi í Mónakó, í tímatökunni og læknar FIA munu skoða hann sérstaklega fyrir keppnina í Kanada, en hann fékk m.a. heilahristing og keppti ekki á sunnudeginum í Mónakó af þeim sökum. Petrov keppti í Montreal í fyrra, en segist ekki þekkja brautina vel og erfitt sé að keppa á brautinni. Bridgestone dekkin hafa slitnað mikið í fyrra, en hann vonist eftir annars konar eiginleikum frá Pirelli í ár. En gæta þurfi að dekkjasliti á brautinni, engu að síður. „Við verðum að komast á leiðarenda og ná í stig, við vitum að við getum það. Við vitum að bíll okkar er mjög fljótur og við verðum því að fækka mistökum og þannig næst árangur", sagði Petrov um mótið í Montreal. Heidfeld telur að reynslan af mótinu í Mónakó mun nýtast í Montreal, en árangur í tímatökum er mikilvægur fyrir Renault ætlið liðið að ná betri árangri. „Þetta er atriði sem ég einbeiti mér að með liðinu, til að hámarka möguleika okkar. Ég tel að frammistaða mín í mótum sé eins góð og möguleg er og það hefur fært okkur stig. Tímatakan er mikilvæg á öllum Formúlu 1 brautum", sagði Heidfeld, en það háði honum í Mónakó að hann var ekki framarlega á ráslínu. Heidfeld náði sextánda besta tíma í tímatökunni. Heidfeld telur að beinir kaflar á Montreal brautinni muni koma Renault liðinu til góða og mótið verði ólíkt mótinu í Mónakó af þeim sökum. Heidfeld hefur náð öðru sæti í keppni Kanada, en það var árið 2008 þegar Robert Kubica vann mótið á BMW Sauber. Heidfeld fyllir skarð Kubica hjá Renault, en hann meiddist í rallkeppni í vetur og gat því ekki keppt í Formúlu 1. Heidfeld er í sjötta sæti í stigamótinu eftir fyrstu sex mót ársins. „Það er markmið sem ég setti mér fyrir tveimur mótum síðan og það er gott að hafa náð þessu skammtíma markmiði. Ég er á undan Nico (Rosberg) og Felipe (Massa) þannig að það er hvatning fyrir mig. Ég er nokkuð langt frá Fernando (Alonso), en tímabilið er langt og markmið mitt er að færast ofar. Það er þó mikilvægast að læra á bílinn, bæta hann og gengi liðsins. Um leið og það gerist aukast möguleika á fleiri stigum", sagði Heidfeld.
Formúla Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira