Ingibjörg Sólrún: Er saksóknari Alþingis búin að tapa öllum áttum? Valur Grettisson skrifar 4. júní 2011 10:58 Ingibjögr Sólrún Gísladóttir gagnrýnir saksóknara Alþingis harðlega. „Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. Hún tekur þar undir gagnrýnisraddir sem hafa heyrst um opnun heimasíðu saksóknara Alþingis um dómsmál gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, sem verður þingfest í næstu viku. Til stóð að ákæra einnig Ingibjörgu en í atkvæðagreiðslu á Alþingi var samþykkt að ákæra eingöngu Geir, og fella niður kærur gegn Árna M. Mathísesen og Björgvini G. Sigurðssyni. Opnun heimasíðu saksóknara Alþingis hefur hleypt illu blóði í Sjálfstæðismenn. Þannig skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, harðorðan pistil á vefsvæði sitt á Eyjunni í gær. Þar líkti hann Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, við Lavrentiy Beria, sem var harðsvíraðasti yfirmaður leynilögreglu Stalíns í Sovétríkjunum sálugu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gerir réttarhöldin einnig að umtalsefni í kjallaragrein sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann réttarhöldin eiga það sameiginlegt með öllum öðrum pólitískum réttarhöldum, að þau setji smánarblett á þær þjóðir sem slíkt hafa iðkað. Svo gagnrýnir hann einnig opnun heimasíðunnar harðlega. „Sérstakur saksóknari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborgaranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á framfæri. Það er nýmæli í íslenskri réttarsögu en um leið rökrétt birtingarmynd pólitískra réttarhalda,“ skrifar Þorsteinn. Hann bendir jafnframt á að sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískrar stöðu sinnar hafi ekki aðgang að peningum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun „ákærusíðunnar“ eins og Þorsteinn orðað það. Svo skrifar Þorsteinn: „Augljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið“. En athygli vekur að það er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem skrifar athugasemd undir orð Ingibjargar Sólrúnar á samskiptavefnum Facebook. Þar skrifar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem sagði af sér þingmennsku á síðasta ári vegna umdeildra styrkja: „Dómstóll götunnar í boði ríkisins“. Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05 Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00 Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
„Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. Hún tekur þar undir gagnrýnisraddir sem hafa heyrst um opnun heimasíðu saksóknara Alþingis um dómsmál gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, sem verður þingfest í næstu viku. Til stóð að ákæra einnig Ingibjörgu en í atkvæðagreiðslu á Alþingi var samþykkt að ákæra eingöngu Geir, og fella niður kærur gegn Árna M. Mathísesen og Björgvini G. Sigurðssyni. Opnun heimasíðu saksóknara Alþingis hefur hleypt illu blóði í Sjálfstæðismenn. Þannig skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, harðorðan pistil á vefsvæði sitt á Eyjunni í gær. Þar líkti hann Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, við Lavrentiy Beria, sem var harðsvíraðasti yfirmaður leynilögreglu Stalíns í Sovétríkjunum sálugu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gerir réttarhöldin einnig að umtalsefni í kjallaragrein sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann réttarhöldin eiga það sameiginlegt með öllum öðrum pólitískum réttarhöldum, að þau setji smánarblett á þær þjóðir sem slíkt hafa iðkað. Svo gagnrýnir hann einnig opnun heimasíðunnar harðlega. „Sérstakur saksóknari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborgaranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á framfæri. Það er nýmæli í íslenskri réttarsögu en um leið rökrétt birtingarmynd pólitískra réttarhalda,“ skrifar Þorsteinn. Hann bendir jafnframt á að sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískrar stöðu sinnar hafi ekki aðgang að peningum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun „ákærusíðunnar“ eins og Þorsteinn orðað það. Svo skrifar Þorsteinn: „Augljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið“. En athygli vekur að það er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem skrifar athugasemd undir orð Ingibjargar Sólrúnar á samskiptavefnum Facebook. Þar skrifar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem sagði af sér þingmennsku á síðasta ári vegna umdeildra styrkja: „Dómstóll götunnar í boði ríkisins“.
Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05 Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00 Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05
Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00
Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01