Eiður Smári: Mun alltaf svara kalli íslenska landsliðsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júní 2011 20:25 Eiður Smári á æfingu með íslenska landsliðinu. Mynd/Valli Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali í Kastljósi Rúv í kvöld og fór þar yfir síðustu ár ferils síns, bæði með félagsliðum sínum og landsliðinu. Ísland mætir Danmörku í undankeppni EM 2012 á morgun og má búast við því að Eiður Smári verði í byrjunarliði Íslands. Hann hefur lítið spilað með landsliðinu að undanförnu en segist hafa skilning á ákvörðun Ólafs Jóhannssonar landsliðsþjálfara sem valdi hann ekki í leikinn gegn Kýpur í mars. „Það geta ekki allir verið alltaf sammála og maður verður að virða ákvörðun þjálfarans,“ sagði Eiður Smári í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamann á Rúv. „En ég hef aldrei íhugað að hætta með landsliðinu enda mætti ég um leið og ég var kallaður til. Ég er stoltur af því að spila fyrir Ísland og mun alltaf svara kalli íslenska landsliðsins.“ Eiður var fyrirliði landsliðsins um tíma en þegar Ólafur tók við starfi þjálfara gerði hann Hermann Hreiðarsson að fyrirliða. „Það fór ekki fyrir brjóstið fyrir mér, þannig séð. Mér fannst þetta leiðinlegur tímapunktur enda var ég að spila minn 50. landsleik og þá fékk ég ekki að vera með bandið. Það var samt ekki svakalega erfitt að gefa það eftir. Ég var stoltur af því að vera fyrirliði en það kom nýr þjálfari sem sá þetta með öðrum augum. Hann vildi nýjan fyrirliða og það verður maður að virða.“ Eiður var því næst spurður hvort að fjölmiðlar, bæði hér heima og erlendis, hafi verið of harðir í umfjöllun sinni um hann. „Nei, ég fylgist ekki það mikið með fjölmiðlum að ég geti sett eitthvað út á þá. Ég hef heyrt að ég ætti í stríði við fjölmiðla en ég veit ekki hvenær það hafi átt að eiga sér stað,“ sagði hann og brosti. Talið barst næst að ferli hans eftir að hann var seldur frá Barcelona til Monaco árið 2009. „Það var áhætta fólgin í því að fara út í eitthvað sem ég vissi lítið um á þeim tímapunkti. Mér leið ekki vel hjá Monaco. Bæði náði ég ekki að aðlagast umhverfinu né frönskum fótbolta. Mér kom heldur ekki vel við þjálfarann sem var þá hjá liðinu.“ „Ég fór um mitt tímabil til Tottenham og leið mjög vel þar. Mér fannst ég þá vera að fóta mig aftur í boltanum.“ „Svo kom sumar og ég samdi ekki við Tottenham. Þá kom aftur upp óvissa en ég vildi ekki fara aftur til Monaco. Ég samdi við Stoke á síðasta degi félagaskiptagluggans og eftir á litið var það ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ „Ástæðan fyrir því að ég fór til Stoke er að mér var lofað að spila reglulega í ensku úrvalsdeildinni og koma nafni mínu aftur á framfæri. Annað kom á daginn.“ Hann fór svo í Fulham í janúar síðastliðnum og er nú að skoða samningstilbð frá félaginu. „Ég held að allir sem fylgjast með fótbolta hafi séð að mér leið miklu betur þar.“ Fjölskylda Eiðs Smára býr enn í Barcelona og hann neitar því ekki að fjarlægðin hafi reynst honum erfið. „Við reynum að láta það ganga sem best og hittast sem oftast. Ég reyni að fara yfir eins mikið og ég get. En þetta hefur verið erfitt og ef til vill hluti af því að mér hefur ekki liðið eins vel.“ „En þegar líður á ferilinn er maður tilbúinn að fórna einhverju af sínu svo að krökkunum líði vel. Þau eru ánægð þar sem þau eru og það var góð ákvörðun að flytja ekki alla fjölskylduna með á sínum tíma. Annars værum við búin að flytja 2-3 árum sem hefði ekki verið gott fyrir fjölskylduna.“ Eiður segir að hann eigi enn nokkur ár eftir í boltanum en hann verður 33 ára síðar á árinu. „Miðað við hvað ég hafði gaman síðari hluta tímabilsins er ég ekki á því að hætta. Ég hef verið heppinn með meiðsli og þrátt fyrir orðróm um holdarfar er ég í ágætu formi.“ „Ég er með samningstilboð frá Fulham en ég ætla að taka mér smá tíma til að skoða hvaða möguleikar eru í boði. Vonandi verð ég áfram í Englandi en kannski prófa ég eitthvað nýtt. Maður veit aldrei í fótbolta.“ Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali í Kastljósi Rúv í kvöld og fór þar yfir síðustu ár ferils síns, bæði með félagsliðum sínum og landsliðinu. Ísland mætir Danmörku í undankeppni EM 2012 á morgun og má búast við því að Eiður Smári verði í byrjunarliði Íslands. Hann hefur lítið spilað með landsliðinu að undanförnu en segist hafa skilning á ákvörðun Ólafs Jóhannssonar landsliðsþjálfara sem valdi hann ekki í leikinn gegn Kýpur í mars. „Það geta ekki allir verið alltaf sammála og maður verður að virða ákvörðun þjálfarans,“ sagði Eiður Smári í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamann á Rúv. „En ég hef aldrei íhugað að hætta með landsliðinu enda mætti ég um leið og ég var kallaður til. Ég er stoltur af því að spila fyrir Ísland og mun alltaf svara kalli íslenska landsliðsins.“ Eiður var fyrirliði landsliðsins um tíma en þegar Ólafur tók við starfi þjálfara gerði hann Hermann Hreiðarsson að fyrirliða. „Það fór ekki fyrir brjóstið fyrir mér, þannig séð. Mér fannst þetta leiðinlegur tímapunktur enda var ég að spila minn 50. landsleik og þá fékk ég ekki að vera með bandið. Það var samt ekki svakalega erfitt að gefa það eftir. Ég var stoltur af því að vera fyrirliði en það kom nýr þjálfari sem sá þetta með öðrum augum. Hann vildi nýjan fyrirliða og það verður maður að virða.“ Eiður var því næst spurður hvort að fjölmiðlar, bæði hér heima og erlendis, hafi verið of harðir í umfjöllun sinni um hann. „Nei, ég fylgist ekki það mikið með fjölmiðlum að ég geti sett eitthvað út á þá. Ég hef heyrt að ég ætti í stríði við fjölmiðla en ég veit ekki hvenær það hafi átt að eiga sér stað,“ sagði hann og brosti. Talið barst næst að ferli hans eftir að hann var seldur frá Barcelona til Monaco árið 2009. „Það var áhætta fólgin í því að fara út í eitthvað sem ég vissi lítið um á þeim tímapunkti. Mér leið ekki vel hjá Monaco. Bæði náði ég ekki að aðlagast umhverfinu né frönskum fótbolta. Mér kom heldur ekki vel við þjálfarann sem var þá hjá liðinu.“ „Ég fór um mitt tímabil til Tottenham og leið mjög vel þar. Mér fannst ég þá vera að fóta mig aftur í boltanum.“ „Svo kom sumar og ég samdi ekki við Tottenham. Þá kom aftur upp óvissa en ég vildi ekki fara aftur til Monaco. Ég samdi við Stoke á síðasta degi félagaskiptagluggans og eftir á litið var það ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ „Ástæðan fyrir því að ég fór til Stoke er að mér var lofað að spila reglulega í ensku úrvalsdeildinni og koma nafni mínu aftur á framfæri. Annað kom á daginn.“ Hann fór svo í Fulham í janúar síðastliðnum og er nú að skoða samningstilbð frá félaginu. „Ég held að allir sem fylgjast með fótbolta hafi séð að mér leið miklu betur þar.“ Fjölskylda Eiðs Smára býr enn í Barcelona og hann neitar því ekki að fjarlægðin hafi reynst honum erfið. „Við reynum að láta það ganga sem best og hittast sem oftast. Ég reyni að fara yfir eins mikið og ég get. En þetta hefur verið erfitt og ef til vill hluti af því að mér hefur ekki liðið eins vel.“ „En þegar líður á ferilinn er maður tilbúinn að fórna einhverju af sínu svo að krökkunum líði vel. Þau eru ánægð þar sem þau eru og það var góð ákvörðun að flytja ekki alla fjölskylduna með á sínum tíma. Annars værum við búin að flytja 2-3 árum sem hefði ekki verið gott fyrir fjölskylduna.“ Eiður segir að hann eigi enn nokkur ár eftir í boltanum en hann verður 33 ára síðar á árinu. „Miðað við hvað ég hafði gaman síðari hluta tímabilsins er ég ekki á því að hætta. Ég hef verið heppinn með meiðsli og þrátt fyrir orðróm um holdarfar er ég í ágætu formi.“ „Ég er með samningstilboð frá Fulham en ég ætla að taka mér smá tíma til að skoða hvaða möguleikar eru í boði. Vonandi verð ég áfram í Englandi en kannski prófa ég eitthvað nýtt. Maður veit aldrei í fótbolta.“
Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira