FIA samþykkir Barein mót 30. október 3. júní 2011 14:33 Auglýsing fyrir mótið Í Barein sem átti að vera í mars. Mynd: Getty Images/John Moore FIA samþykkti í dag óskir yfirvalda í Barein að Formúlu 1 mót fari fram í landinu á þessu keppnistímabili. Mótshaldarar fengu frest í tvígang til að sækja um mótshald og gerðu það á dögunum. FIA samþykkit í dag að mót færi fram 30. október samkvæmt frétt á autosport.com. Þetta þýðir að mót sem átti að fara fram í Indlandi á sama tíma verður fært til fjórða eða ellefta desember. Mótið í Barein átti að fara fram 13. mars. en var frestað vegna mótmæla í landinu og átaka milli yfirvalda og mótmælenda sem leiddu til þess að yfir 20 létust. Ákvörðun FIA á fundi í Barcelona í dag þýðir að 20 mót verða á dagskrá í Formúlu 1 í ár, eins og til stóð. FIA menn ræddu við yfirvöld í Barein, auk þess að ræða við forsvarsmenn alþjóðlegra mannréttindasamtaka og samskonar samtaka í Barein áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þetta eru góðar fréttir fyrir allaí Barein. Við höfum gengið gengum erfiða tíma sem þjóð, en það er komið á jafnvægi og viðskiptalífið er að taka á sig eðlilega mynd", sagði Zayed R. Alzayani, sem er einn af yfirmönnum Barein mótssvæðisins. „Mótið í Barein hefur alltaf verið þáttur af þjóðarstoltinu og ofar pólíík. Það nýtur stuðnings stjórnvalda í Barein og allra stærstu stjórnmálaflokkanna og stjórnarandstæðinga. Þá skilar mótið tekjum upp á 500 miljónir dala og 3000 störfum." „Mig langar fyrir hönd Barein að þakka Bernie Ecclestone, Jean Todt og FIA og öðrum í akstursíþróttageiranum fyrir skilning og stuðning sem hefur verið veittur í ár", sagði Alzayani. Ákvörðun FIA lengir Formúlu 1 tímabilið og óljóst er hvernig forsvarsmenn keppnisliða munu bregðast við, en yfirmaður Mercedes, Ross Brawn sagði í vikunni að það væri óásættanlegt að halda mót þann 11. desember. Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
FIA samþykkti í dag óskir yfirvalda í Barein að Formúlu 1 mót fari fram í landinu á þessu keppnistímabili. Mótshaldarar fengu frest í tvígang til að sækja um mótshald og gerðu það á dögunum. FIA samþykkit í dag að mót færi fram 30. október samkvæmt frétt á autosport.com. Þetta þýðir að mót sem átti að fara fram í Indlandi á sama tíma verður fært til fjórða eða ellefta desember. Mótið í Barein átti að fara fram 13. mars. en var frestað vegna mótmæla í landinu og átaka milli yfirvalda og mótmælenda sem leiddu til þess að yfir 20 létust. Ákvörðun FIA á fundi í Barcelona í dag þýðir að 20 mót verða á dagskrá í Formúlu 1 í ár, eins og til stóð. FIA menn ræddu við yfirvöld í Barein, auk þess að ræða við forsvarsmenn alþjóðlegra mannréttindasamtaka og samskonar samtaka í Barein áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þetta eru góðar fréttir fyrir allaí Barein. Við höfum gengið gengum erfiða tíma sem þjóð, en það er komið á jafnvægi og viðskiptalífið er að taka á sig eðlilega mynd", sagði Zayed R. Alzayani, sem er einn af yfirmönnum Barein mótssvæðisins. „Mótið í Barein hefur alltaf verið þáttur af þjóðarstoltinu og ofar pólíík. Það nýtur stuðnings stjórnvalda í Barein og allra stærstu stjórnmálaflokkanna og stjórnarandstæðinga. Þá skilar mótið tekjum upp á 500 miljónir dala og 3000 störfum." „Mig langar fyrir hönd Barein að þakka Bernie Ecclestone, Jean Todt og FIA og öðrum í akstursíþróttageiranum fyrir skilning og stuðning sem hefur verið veittur í ár", sagði Alzayani. Ákvörðun FIA lengir Formúlu 1 tímabilið og óljóst er hvernig forsvarsmenn keppnisliða munu bregðast við, en yfirmaður Mercedes, Ross Brawn sagði í vikunni að það væri óásættanlegt að halda mót þann 11. desember.
Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira