Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir er í sjötta sæti eftir fyrri daginn á alþjóðlega sjöþrautarmótinu í Kladno í Tékklandi þar sem Helga Margrét er að reyna að ná lágmarki inn á Heimsmeistaramótið í Suður-Kóreu í haust.
Helga Margrét er með 3355 stig eftir fyrstu fjórar greinarnar sem er rétt tæpum 200 stigum minna en þegar hún setti Íslandsmetið sitt á sama stað fyrir tveimur árum. Hún er því ekki lengur líkleg til að setja nýtt Íslandsmet eða að ná lágmörkunum inn á HM.
Helga Margrét setti samt persónulegt met í þraut þegar hún stökk 1,77 metra í hástökki en var nokkuð frá sínu besta í hinum greinunum þremur, 110 metra grindarhlaupi, kúluvarpi og 200 metra hlaupi.
Hollendingurinn Jolanda Keizer, æfingafélagi Helgu, er í 4. sætinu en hún hefur fengið 141 stigi meira en Helga. Rússinn Tatyana Chernova er í forystu með 3882 stig eða 527 stigum meira en Helga Margrét.
Fyrri daginn hjá Helgu Margréti:Árangur Helgu í greinunum:
110 metra grindarhlaup: 14,95 sek (848 stig)
Hástökk: 1,77 m (941 stig)
Kúluvarp: 13,68 m (774 stig)
200 metra hlaup: 26,05 (793 stig)
Sæti Helgu eftir greinarnar:
Eftir fyrstu grein: 14. sæti (848 stig)
Eftir aðra grein: 10. sæti (1789 stig)
Eftir þriðju grein: 5 sæti (2562 stig)
Eftir fjórðu grein: 6. sæti (3355 stig)
Helga Margrét í sjötta sæti eftir fyrri daginn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn



Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti



Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti

