Engin uppgjöf hjá Alonso 15. júní 2011 14:33 Fernando Alonso eftir að hann féll úr leik í Kanada á sunnudaginn. AP PHOTO: The Canadian Press Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Tólf Formúlu 1 mót eru enn eftir á árinu og Alonso segir í frétt á autosport.com að möguleikar á ná titilinum séu enn til staðar þegar tölfræðin sé skoðuð og keppinautar hans geti fallið úr leik. Vettel er með 161 stig í stigakeppni ökumanna, Button 101, Mark Webber hjá Red Bull 94, Lewis Hamilton hjá McLaren 85 og Alonso 69. Alonso benti á að í fyrra hefði Hamilton fallið úr leik á Monza brautinni og í Singapúr, þegar hann var í titilslagnum það árið. „Ef maður vinnur tvö mót og Vettel fellur úr leik, þá minnkar bilið mikið. En það er rét að þetta er ekki í okkar höndum, þannig að við verðum að einbeita okkur mót frá móti. Komst á verðlaunapall og reyna vinna einhver mót", sagði Alonso. „Þetta er undir þeim komið (Red Bull liðinu) að gera mistök, ef það gerist ekki, þá eru þeir í góðri stöðu í stigamótinu", sagði Alonso. Auk þess sem Vettel hjá Red Bull er fyrstur í stigakeppni ökumanna, þá er Red Bull efst í stigakeppni bílasmiða með 255 stig, McLaren er með 186 og Ferrari 101. Formúla Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Tólf Formúlu 1 mót eru enn eftir á árinu og Alonso segir í frétt á autosport.com að möguleikar á ná titilinum séu enn til staðar þegar tölfræðin sé skoðuð og keppinautar hans geti fallið úr leik. Vettel er með 161 stig í stigakeppni ökumanna, Button 101, Mark Webber hjá Red Bull 94, Lewis Hamilton hjá McLaren 85 og Alonso 69. Alonso benti á að í fyrra hefði Hamilton fallið úr leik á Monza brautinni og í Singapúr, þegar hann var í titilslagnum það árið. „Ef maður vinnur tvö mót og Vettel fellur úr leik, þá minnkar bilið mikið. En það er rét að þetta er ekki í okkar höndum, þannig að við verðum að einbeita okkur mót frá móti. Komst á verðlaunapall og reyna vinna einhver mót", sagði Alonso. „Þetta er undir þeim komið (Red Bull liðinu) að gera mistök, ef það gerist ekki, þá eru þeir í góðri stöðu í stigamótinu", sagði Alonso. Auk þess sem Vettel hjá Red Bull er fyrstur í stigakeppni ökumanna, þá er Red Bull efst í stigakeppni bílasmiða með 255 stig, McLaren er með 186 og Ferrari 101.
Formúla Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira